Sænskt-íslenskt viðburðarár 2024–2025

Formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði 2024

Ísland fer með formennsku í Norðurlandaráði 2024. Helsta þema áætlunarinnar er friður og öryggi en einnig er fjallað um umhverfismál og jafnréttismál. Auk þess er lögð áhersla á aukið jafnvægi milli tungumála og endurskoðun Helsingforssamningsins. Norræna félagið leggur sitt af mörkum til að styðja við formennskuáætlunina og virkja grasrótina í samstarfinu.

Info Norden

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Info Norden veitir upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkja eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.

Nordjobb

Nordjobb miðlar árstíðabundnum störfum, húsnæði og menningar- og frístundadagskrá til ungmenna á aldrinum 18-30 ára. Nordjobb eykur hreyfanleika og skilning á menningu og tungumálum á Norðurlöndunum.

Snorraverkefnin

Snorraverkefnin gefa Vestur-Íslendingum kost á að grafa upp rætur sínar á Íslandi. Snorraverkefnin efla tengslin á milli Vestur-Íslendinga og skipuleggja ferðir á milli Íslands og Norður-Ameríku.

Norræna félagið á Íslandi starfar náið með systurfélögum annarstaðar á Norðurlöndunum. Samstarfsvettvangur félaganna er Samband Norrænu félaganna / Foreningerne Nordens Forbund og er skrifstofa þess staðsett í Kaupmannahöfn í Danmörku.