Norræna félagið sendir þér og þínum hugheilar jólakveðjur með ósk um gleði og farsæld á komandi ári. Þökkum góðar stundir. Lestu jólakveðju Norræna félagsins í heild sinni hér. Skrifstofa Norræna félagsins verður lokuð á milli jóla og nýárs.
Norræna félagið
98 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi

Norræna félagið á Íslandi fagnar 98 ára afmæli í dag, 29. september. Félagið á rætur sínar að rekja til ótryggs stjórnmálaástands á árunum rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina sem varð til þess að konungar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar ákváðu að efna til formlegs samstarfs sín á milli árið 1914. Í kjölfarið voru Norrænu félögin stofnuð hvert […]
Minningarathöfn / minnemarkering 22. juli

Norsk and English below Öll hjartanlega velkomin á minningarathöfn um þau 77 sem létust í hryðjuverkaárásunum í Osló og Útey 22. júli 2011. Minningarathöfnin fer fram í minningarlundinum í Vatnsmýri miðvikudaginn 22. júlí kl 20:00. Hittumst við Norræna húsið og göngum saman (2 mínútur) að lundinum. Aud Lise Norheim, sendiherra Noregs á Íslandi og Sigrún […]
Framhaldsaðalfundur Norræna félagsins á höfuðborgarsvæðinu

Boðað er til framhaldsaðalfundar Norræna félagsins í Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Reykjavík, fimmtudaginn 18. júní kl. 18:00. Til fundarins er boðað í samræmi við lög Norræna félagsins: http://www.norden.is/about/log-norraena-felagsins/ Dagskrá verður sem hér segir:1. Kjör fundarstjóra og fundarritara.2. Tillaga um sameiningu Norræna félagsins í Hafnarfirði, Norræna félagsins í Kópavogi, Norræna félagsins í Mosfellsbæ og Norræna félagsins […]
Aðalfundir deilda Norræna félagsins í Hafnarfirði og Vogum
Aðalfundur Norræna félagsins í Hafnarfirði verður haldinn fimmtudaginn 4. júní kl 17.00 að Óðinsgötu 7. Fyrir fundinum liggur tillaga að sameiningu við aðrar deildir á höfuðborgarsvæðinu. Aðalfundur Norræna félagsins í Vogum verður haldinn fimmtudaginn 4. júní kl 18.00 í Álftagerði. Venjuleg aðalfundarstörf. Eftir aðalfundinn verður vorfundur deildarinnar. Norræna félagið í Vogum býður félagsmönnum sínum og deildanna í […]
Heimalestur í samkomubanni
Mörg bókasöfn eru nú lokuð tímabundið. Þrátt fyrir það getum við ennþá útvegað okkur norrænt lesefni. Fjöldi norrænna bókmenntaverka, sem höfundaréttur tekur ekki lengur til, er aðgengilegur ókeypis á netinu. Hér eru nokkrar vefsíður sem þú getur notað til að finna bók til að lesa í tölvu, síma, spjaldtölvu eða á lesbretti. Þessar vefsíður eru […]
Ný norræn stjórnarskrá – En ny nordisk konstitution
Dagur Norðurlandanna er 23. mars, en þann dag, fyrir 58 árum undirrituðu norrænu ríkin Helsinkisamkomulagið sem æ síðan hefur gilt sem „stjórnaskrá“ norræns samstarfs. Norðurlöndin hafa á liðnum áratugum verið ótrúlega samstíga í þeim framförum sem löndin öll hafa notið og heimsbyggðin horfir nú til í vaxandi mæli. Lykillinn er norræna velferðarmódelið og norræn samvinna, […]
Viðburðum Norræna félagsins frestað.
Vegna fyrirliggjandi ákvörðunar um samkomubann höfum við ákveðið að aflýsa/fresta öllum viðburðum Norræna félagsins frá 16. mars- 14. apríl og loka húsnæði Norræna félagsins, Óðinsgötu 7 fyrir almenningi. Starfssemin heldur þó áfram og hægt verður að hafa samband við starfsfólk eins og venjulega með tölvupósti. Við bendum á facebook síðu Norræna félagsins og einnig á facebook síðuna […]
Aðalfundur Norræna félagsins í Reykjavík
Boðað er til aðalfundar í Norræna félaginu í Reykjavík, fimmtudaginn 12. mars kl. 17:30. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Norræna félagsins, að Óðinsgötu 7, við Óðinstorg í Reykjavík. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður á fundinum borin upp tillaga um að félagið taki þátt í sameiningu 2-4 félagsdeilda Norræna félagsins á höfuðborgarsvæðinu og verði hún samþykkt, verður […]
Aðalfundur Norræna félagsins í Mosfellsbæ
Aðalfundur er boðaður í deildinni fimmtudaginn 12. mars næstkomandi kl 17:00 í húsnæði Norræna félagsins á Íslandi að Óðinsgötu 7 í Reykjavík. Á fundinum verður borin upp tillaga um að félagið taki þátt í sameiningu 2-4 félagsdeilda Norræna félagsins á höfuðborgarsvæðinu og verði hún samþykkt, verður stjórnarkjöri frestað til framhaldsaðalfundar, sem áætlaður er 2. apríl […]