• Uncategorized
 • Þjóðhátíðardagur Finnlands

  Í dag, 6.desember, er þjóðhátíðardagur Finnlands. 104 ár eru liðin frá því að Finnar hlutu sjálfstæði. Við óskum vinum okkar til hamingju með daginn. Í tilefni dagsins bendum við áhugasömum á afar áhugaverða umfjöllun Veru Illugadóttur um finnsku borgarastyrjöldina, sem finna má á vefsíðu RÚV. https://www.ruv.is/utvarp/spila/i-ljosi-sogunnar/23795/7hqkqn?fbclid=IwAR3ZJ_pMfKyaKqgx9mtttxjRCxnyTUe9NtJXOrFpNY5Qz7tuVxhZS5gUvnQ

 • Norræna félagið
 • Sambandsþingi Norræna félagsins frestað

  Sambandsþing Norræna félagsins, sem átti að fara fram 20. nóvember í Reykjavík, hefur verið frestað. Ákvörðunin var tekin í samráði við sambandsstjórn Norræna félagsins og Höfuðborgardeildina, framkvæmdaaðila þingsins. Ástæða er uppgangur Covid-19 og hertar samkomutakmarkanir. Sambandsstjórn mun senda út nýtt fundarboð með góðum fyrirvara þegar búið er að ákveða nýjan tíma.

 • Uncategorized
 • Aukið samstarf Íslands og Færeyja

  Starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins hefur skilað inn skýrslu með 30 tillögum um nánari samskipti Íslands og Færeyja, m.a. á sviði viðskipta, nýsköpunnar, menntunnar og samgangna. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að markmið sé að hrinda þessum tillögum í framkvæmd á næstu árum og renna þannig sterkari stoðum undir samband þjóðanna og á sama tíma skapa […]

 • Uncategorized
 • Björgum norrænu samstarfi

  Grein eftir Hrannar Björn Arnarsson, formann Norræna félagsins á Íslandi, sem birtist á Vísi 12.október 2021. Við búum vel Íslendingar að eiga að nágrönnum öflugustu hagsældar- og velferðarríki heims. Það er nánast orðin klisja að nefna að Norðurlönd raða sér nánast alltaf í efstu sætin í könnunum á velferð og lífsgæðum ríkja heims, en hún […]

 • Dagur Norðurlanda
 • Dagur Norðurlanda 23. mars

  Dagur Norðurlanda verður að vanda haldinn hátíðlegur þann 23. mars nk. Að þessu sinni fagnar Norræna ráðherranefndin fimmtíu ára afmæli. Af því tilefni verður efnt til fimm umræðufunda þar sem rætt er hverju Norðurlöndin hafa áorkað í sameiningu. Tekin verða fyrir fimm málefni sem formennskuland ársins, Finnland, leggur áherslu á en það eru norrænar lausnar […]

 • Svíþjóð
 • Opið fyrir umsóknir í sænsk-íslenska samstarfssjóðinn

  Nú er búið að opna fyrir umsóknir í sænsk-íslenska samstarfssjóðinn fyrir árið 2021. Umsóknarfrestur er til 1. mars 2021. Sjóðurinn veitir árlega ferðastyrki til að styðja þátttakendur í sænsk-íslenskum verkefnum á sviðum vísinda, menntunar og menningar. Markmið sænsk-íslenska samstarfssjóðsins er að stuðla að auknu samstarfi á milli Svíþjóðar og Íslands. Nánari upplýsingar um sjóðinn og […]

 • Uncategorized
 • Norræna félagið sér um framkvæmd Fundar fólksins

  Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla, og Hrannar B. Arnarsson, formaður Norræna félagsins, skrifuðu undir samning þess efnis að Norræna félagið verði framkvæmdaaðili lýðræðishátíðarinnar Fundur fólksins næstu þrjú ár. Samningurinn er gerður í framhaldi af góðum styrk Reykjavíkurborgar og Félagsmálaráðuneytisins við fundinn ásamt Norræna húsinu. Fundur fólksins verður í Norræna húsinu 16. – 17. október. Allir geta […]

 • Uncategorized
 • Sameining deilda á höfuðborgarsvæðinu

  Þann 18.júní var haldinn sögulegur sameiginlegur aðalfundur hjá Norrænu félögunum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Mosfellsbæ og var samþykkt samhljóða um sameiningu þessar félaga. Félagið mun framvegis bera heitið Norræna félagið á höfuðborgarsvæðinu. Hrannar Björn Arnarsson tók við sem formaður Norræna félagsins á landsvísu á sambandsþingi 2019. Á fundinum í gær lét hann því af […]

 • Félagsmál
 • Aðalfundir deilda Norræna félagsins í Hafnarfirði og Vogum

  Aðalfundur Norræna félagsins í Hafnarfirði verður haldinn fimmtudaginn 4. júní kl 17.00 að Óðinsgötu 7. Fyrir fundinum liggur tillaga að sameiningu við aðrar deildir á höfuðborgarsvæðinu.  Aðalfundur Norræna félagsins í Vogum verður haldinn fimmtudaginn 4. júní kl 18.00 í Álftagerði. Venjuleg aðalfundarstörf. Eftir aðalfundinn verður vorfundur deildarinnar.  Norræna félagið í Vogum býður félagsmönnum sínum og deildanna í […]