Vestnorræni dagurinn verður haldinn hátíðlegur 23. september í Norræna húsinu og á heimasíðu Norden i skolen. Smelltu á hlekkinn til að lesa fréttabréf Norræna félagsins og fáðu upplýsingar um dagskrá Vestnorræna dagsins!
Viðburðir
Minningarathöfn / minnemarkering 22. juli

Norsk and English below Öll hjartanlega velkomin á minningarathöfn um þau 77 sem létust í hryðjuverkaárásunum í Osló og Útey 22. júli 2011. Minningarathöfnin fer fram í minningarlundinum í Vatnsmýri miðvikudaginn 22. júlí kl 20:00. Hittumst við Norræna húsið og göngum saman (2 mínútur) að lundinum. Aud Lise Norheim, sendiherra Noregs á Íslandi og Sigrún […]
Aðalfundir deilda Norræna félagsins í Hafnarfirði og Vogum
Aðalfundur Norræna félagsins í Hafnarfirði verður haldinn fimmtudaginn 4. júní kl 17.00 að Óðinsgötu 7. Fyrir fundinum liggur tillaga að sameiningu við aðrar deildir á höfuðborgarsvæðinu. Aðalfundur Norræna félagsins í Vogum verður haldinn fimmtudaginn 4. júní kl 18.00 í Álftagerði. Venjuleg aðalfundarstörf. Eftir aðalfundinn verður vorfundur deildarinnar. Norræna félagið í Vogum býður félagsmönnum sínum og deildanna í […]
Olof Palme – er lausn í sjónmáli?

Norræna félagið í Reykjavík býður til umræðufundar 14. maí n.k. kl. 17-18:30 í tilefni þess að fréttir hafa borist af því að gátan um morðið á Olof Palme muni hugsanlega leysast á komandi mánuðum. Tilefnið er einnig útkoma bókarinnar „Arfur Stiegs Larsson“ í íslenskri þýðingu þar sem reifuð er ákveðin kenning um lausn morðmálsins. Vera Illugadóttir útvarpskona mun flytja […]
Viðburðum Norræna félagsins frestað.
Vegna fyrirliggjandi ákvörðunar um samkomubann höfum við ákveðið að aflýsa/fresta öllum viðburðum Norræna félagsins frá 16. mars- 14. apríl og loka húsnæði Norræna félagsins, Óðinsgötu 7 fyrir almenningi. Starfssemin heldur þó áfram og hægt verður að hafa samband við starfsfólk eins og venjulega með tölvupósti. Við bendum á facebook síðu Norræna félagsins og einnig á facebook síðuna […]
Aðalfundur Norræna félagsins í Reykjavík
Boðað er til aðalfundar í Norræna félaginu í Reykjavík, fimmtudaginn 12. mars kl. 17:30. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Norræna félagsins, að Óðinsgötu 7, við Óðinstorg í Reykjavík. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður á fundinum borin upp tillaga um að félagið taki þátt í sameiningu 2-4 félagsdeilda Norræna félagsins á höfuðborgarsvæðinu og verði hún samþykkt, verður […]
Aðalfundur Norræna félagsins í Mosfellsbæ
Aðalfundur er boðaður í deildinni fimmtudaginn 12. mars næstkomandi kl 17:00 í húsnæði Norræna félagsins á Íslandi að Óðinsgötu 7 í Reykjavík. Á fundinum verður borin upp tillaga um að félagið taki þátt í sameiningu 2-4 félagsdeilda Norræna félagsins á höfuðborgarsvæðinu og verði hún samþykkt, verður stjórnarkjöri frestað til framhaldsaðalfundar, sem áætlaður er 2. apríl […]
Aðalfundur Norræna félagsins í Kópavogi
Til félaga í deild Norræna félagsins í Kópavogi Aðalfundur er boðaður í deildinni þriðjudaginn 10. mars næstkomandi kl 17:00 í húsnæði Norræna félagsins á Íslandi að Óðinsgötu 7 í Reykjavík. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt eftirfarandi: Kosning fundarstjóra og fundarritara. Skýrsla stjórnar um störf og fjárhag félagsdeildarinnar. Kosning formanns til tveggja ára þegar við […]
Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir nýr formaður UNF
Á aðalfundi Ungmennadeildar Norræna félagsins UNF sem haldinn var í Finnska sendiráðinu 27. febrúar voru eftirtalin kosin í stjórn: Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir, formaðurViktor Ingi Lorange, varaformaðurFreyja Rosinkrans, stjórnarmeðlimurGeir Finnsson, stjórnarmeðlimur Nicole Buot Navarro, stjórnarmeðlimur (vantar á mynd) Um leið og við óskum nýkjörinni stjórn til hamingju þá vill Norræna félagið þakka fráfarandi formanni, Irisi Dager […]
Velgengni norskra bókmennta
Norskar bókmenntir hafa notið mikillar velgengni erlendis undanfarin ár. Um eitt þúsund norskir titlar eru þýddir á eitthvert annað mál á hverju ári. Þetta kom sérlega vel í ljós á bókasýningunni í Frankfurt haustið 2019, þar sem Norðmenn voru heiðursgestir, en Halldór Guðmundsson stýrði því verkefni fyrir hönd Noregs. Norræna félagið í Reykjavík boðar til […]