Norrænt gestaboð – vilt þú vinna gjafabréf á Jómfrúna?

Í tilefni dags Norðurlanda 23. mars ætlar Norræna félagið að bjóða til gestaboðs, en vegna aðstæðna verður gestaboðið með breyttu sniði í ár. Við hvetjum alla til að halda eigið norrænt gestaboð heima og senda Norræna félaginu myndir af því. Norrænu félögin hafa safnað saman uppskriftum að forréttum, aðalréttum og eftirréttum, einn rétt frá hverju landi frá sem hægt er að nota til að setja saman hið fínasta matarboð.

Notið matseðilinn (smellið hér) og matreiðslumyndband (smellið hér) sem innblástur og sendið okkur myndir af ykkar gestaboði í síðasta lagi 31. mars. Glæsilegasta myndin fær gjafabréf að verðmæti 10.000 kr á veitingastaðinn Jómfrúin í Lækjargötu. Setjið myndirnar ykkar í athugasemd við færslu Norræna félagsins á Facebook.

Þið sem eruð ekki á Facebook geta einnig sent myndir á norden@norden.is og verða þær birtar á Facebook Norræna félagsins.