Framhaldsaðalfundur Norræna félagsins á höfuðborgarsvæðinu

Boðað er til framhaldsaðalfundar Norræna félagsins í Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Reykjavík, fimmtudaginn 18. júní kl. 18:00. Til fundarins er boðað í samræmi við lög Norræna félagsins: http://www.norden.is/about/log-norraena-felagsins/

Dagskrá verður sem hér segir:
1. Kjör fundarstjóra og fundarritara.
2. Tillaga um sameiningu Norræna félagsins í Hafnarfirði, Norræna félagsins í Kópavogi, Norræna félagsins í Mosfellsbæ og Norræna félagsins í Reykjavík.
3. Tillaga um nafn hins sameinaða félags.
4. Kjör formanns til tveggja ára.
5. Kjör stjórnar, varamanna og félagslegs skoðunarmanns.
6. Ávarp heiðursgests – Sabina Westerholm, forstjóri Norræna hússins segir frá starfsemi Norræna hússins og framtíðarsýn hennar fyrir húsið.
7. Önnur mál.

Á aðalfundum félaganna sem haldnir voru fyrr á árinu, var samþykkt að sameina starfsemi þeirra og í samræmi við lög Norræna félagsins var endanlegri ákvörðun um sameininguna, nýtt nafn og kjöri til stjórnar og félagslegra skoðunarmanna vísað til framhaldsaðalfundar sem nú er boðað til.

Á framhaldsaðalfundinum verður lagt til að nafn hins sameinaða félags verði Hallveig – Norræna félagið á höfuðborgarsvæðinu og að stjórn þess skipi 7 einstaklingar, þar af amk einn úr hverju sveitarfélagi ef kostur er, auk tveggja varamanna.

Allir félagsmenn Norrænu félagana eru velkomnir til fundarins en atkvæðarétt hafa aðeins skuldlausir félagsmenn. Hægt er að ganga í Norræna félagið á meðfylgjandi slóð, eða á fundinum sjálfum: http://bit.ly/2MGjx9D

Hægt að skrá sig á facebooksíðu Norræna félagsins.