Fréttir af aðalfundi Norræna félagsins í Suðurnesjabæ

Norræna félagið í Suðurnesjabæ hélt aðalfund þann 14. júní sl. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf þar á meðal kosningar.
Kosið var til formanns til næstu tveggja ára. Erna M. Sveinbjarnardóttir sem gengt hefur embættinu um árabil gaf ekki kost á sér. Kjörin var Margrét I Ásgeirsdóttir. Að öðru leyti var stjórnin endurkjörin og er þannig skipuð:
Margrét I. Ásgeirsdóttir, formaður
Jónína Holm, gjaldkeri
Kristjana Kjartansdóttir, ritari
Ásta Arnmundsdóttir, meðstjórnandi
Hrafn A. Harðarson, meðstjórnandi
Sigurður Jónsson og Ásta Óskarsdóttir, varamenn
Guðrún F. Stefánsdóttir og Jón S. Garðarsson, skoðunarmenn reikninga.
Létt var yfir fundinum og hugur í mönnum að efla grasrótarstarf Norræna félagsins. Nýr formaður gerði grein fyrir sér og sínum áhersluatriðum og nefndi þar sérstaklega samskipti norrænna þjóða , að þau færu fram á norrænni tungu. Var því vel tekið af fundarmönnum. Farið var yfir verkefnalista sem bíður nýrrar stjórnar sem mun verða öflug í að vinna að norrænum málefnum.
Norræna félagið á Íslandi þakkar Ernu kærlega fyrir hennar óeigingjörnu störf fyrir Norræna félagið.