Göngu- og kynnisferð um Seltjarnarnes

Reykjavíkurdeild Norræna félagsins stendur fyrir göngu- og kynnisferð á Seltjarnarnesi þriðjudaginn 21. maí kl. 20.00.

Mæting á bílastæði við Nesstofu og Lyfjafræðisafnið (örstutt gönguleið frá strætisvagnastoppistöð á  Lindarbraut). Við fáum leiðsögn um Lyfjafræðisafnið og lítum inn í Nesstofu.  Að því loknu tökum við létta göngu um Nesið eftir veðri og ljúkum samveru með kaffitári og viðbiti.

Leiðsögn um Lyfjafræðisafnið kostar  kr. 500  á mann.
Gott að láta vita um þátttöku á norden@norden.is eða skrá sig á viðburð á facebook síðu Norræna félagsins