Grindavíkurdeild tekin til starfa

Stjórn Grindavíkurdeildar
Stjórn Grindavíkurdeildar

Félagsdeild Norræna félagins í Grindavík var nýverið endurvakin og er það gleðiefni.

Mikill hugur er í félagsmönnum að blása glæður í vinabæjasamstarfið sem var blómlegt á árum áður.

Á aðalfundi þann 10. janúar var kosin stjórn og lög deildarinnar samþykkt. Fríða Egilsdóttir var kjörin formaður en með henni í stjórn eru þau Valdís Kristinsdóttir, Halldóra Guðbjörg Sigtryggsdóttir, Eydna Fossádal og Rúna Szmiedówicz. Í varastjórn eru Halldór Lárusson og Kristín Gísladóttir.

Hér er umfjöllun af vef Grindavíkurbæjar.

Hér er fastasíða Grindavíkurdeildar á vef Norræna félagsins.