Hrannar Björn Arnarsson nýr formaður Reykjavíkurdeildar Norræna félagsins

Á aðalfundi Reykjavíkurdeildar Norræna félagsins sem haldinn var í húsakynnum Norræna félagsins að Óðinsgötu 7 í Reykjavík fimmtudaginn 16. maí 2019 var Hrannar Björn Arnarsson kjörinn formaður deildarinnar til næstu tveggja ára.
Björg Eva Erlendsdóttir fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku og voru henni færðar þakkir fyrir frábært starf síðustu ár.

Ann-Sofie Gremaud og Hildur Helga Gísladóttir koma nýjar inn í aðalstjórn en fyrir voru þeir Helgi Þorsteinsson og Kristján Sveinsson
Baldvin Þór Bergsson, María Þorgeirsdóttir, Sesselja G. Kristinsdóttir og Sigurður Ólafsson voru kosin í varastjórn.

Norræna félagið í Reykjavík er með facebook síðu:

https://www.facebook.com/norraenaiReykjavik/