Íslenski bærinn – skoðunarferð 4. júní

download

Norræna félagið býður félögum sínum í skoðunarferð að Íslenska bænum í Flóanum laugardaginn 4. júní.

Lagt verður af stað kl. 13.00 frá húsakynnum Norræna félagsins að Óðinsgötu 7 og gert er ráð fyrir að ferðin taki 4 – 4,5 tíma.

Kaffiveitingar og leiðsögn um bæinn.

Gjald fyrir félagsmenn er 3.000 kr. og er ferðin og aðgangseyrir innifalinn. Gjald fyrir aðra er 4.000 kr

Vinsamlegast skráið þátttöku á netfangið asdis@norden.is fyrir 24. maí.

Lágmarksþátttaka er 20 manns.

Nánari upplýsingar um Íslenska torfbæinn eru á vefslóðinni http://islenskibaerinn.is/