Sænskunámskeið Norræna félagsins – vormisseri 2019

ATH: Breytt dagsetning!

Grunnnámskeið í sænsku verður haldið á vegum Norræna félagsins í feb/mars 2019. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á orðaforða og hagnýta kunnáttu.

 

Námskeiðið hefst miðvikudaginn 13. febrúar og lýkur 13. mars: kennt verður á miðvikudögum kl. 18:00-19:30 og er námskeiðið alls fimm skipti. Kennslan fer fram í húsakynnum Norræna félagsins á Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík. Kennari er Adolf Hólm Petersen.

 

Skráning fer fram á netfanginu norden@norden.is eða í síma 551-0165. Námskeiðið er ætlað félagsmönnum Norræna félagsins sem greiða 11.500 krónur í þátttökugjald. Námskeiðið fellur niður ef lágmarksþátttökufjöldi næst ekki.

 

Auðvelt er að gerast félagi í Norræna félaginu. Félagsaðild kostar 3.500 kr. á ári / 1.750 kr. fyrir 18-27 ára og 67 ára og eldri.