Upplýsingafundir um flutning til Norðurlanda

Ertu að flytja til Noregs, Danmerkur eða Svíþjóðar?
Halló Norðurlönd og EURES standa fyrir upplýsingafundum um að flytja til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Fundirnir eru ætlaðir öllum þeim sem hyggja á vinnu eða nám í þessum löndum og eru ókeypis og öllum opnir. Farið verður yfir hagnýt atriði varðandi flutning og atvinnuleit.

Miðvikudaginn 18. maí kl. 17:00 – Að flytja Svíþjóðar og Danmerkur
Miðvikudaginn 18. maí kl. 19:30 – Að flytja til Noregs

Námskeiðin fara fram í húsnæði Vinnumálastofnunar, Kringlunni 1.

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því er nauðsynlegt að skrá sig á námskeiðin.

Skráning á netfanginu hallo@norden.is og í síma 511 1808