VILT ÞÚ LEIGJA HÚSNÆÐI TIL NORDJOBBARA Í SUMAR

Nordjobb leitar að húsnæði til leigu fyrir starfsfólk á vegum Nordjobb á Íslandi. Þátttakendur vinna yfir sumarið í 1-4 mánuði frá byrjun maí til septemberloka.

Nordjobb hefur milligöngu um að útvega 18-30 ára ungmennum af Norðurlöndunum sumarvinnu og húsnæði á meðan þau eru við vinnu á landinu. Aðstoð Nordjobb við atvinnu- og húsnæðismiðlun er öllum aðkomandi að kostnaðarlausu.

Við leitum að íbúðum eða herbergjum með aðgang að sturtu, salerni og eldhúsi. Mikilvægt er að stutt sé í almenningssamgöngur. Við viljum bjóða þátttakendum gott húsnæði á sanngjörnu verði þar sem launin þeirra nægja ekki til að borga háa leigu. Einn möguleiki er að nokkrir þátttakendur búi saman í stærri íbúð eða húsi. Íbúðir og herbergi þurfa að vera innréttaðar með a.m.k nauðsynlegustu húsgögnunum. Eldhúsbúnaður, dýna og koddi eiga að vera til staðar í íbúðinni/herberginu. Öll leigutímabil koma til greina.

Hægt er kynna sér verkefnið og fá svör við algengum spurningum á heimasíðu Nordjobb.

Hafið samband við Kristínu, verkefnisstjóra Nordjobb á Íslandi í síma 551-0165 eða á netfangið island@nordjobb.org fyrir frekari upplýsingar og skráningu á húsnæði.