Norður Atlantshafsbekkurinn (NGK)

Norður-Atlantshafsbekkurinn (Nord-Atlantisk gymnasiumklasse), NGK, er nýjung fyrir ungmenni á Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og í Danmörku, sem hafa áhuga á að mennta sig á Norður-Atlantshafssvæðinu. Nemendur munu mynda bekk sem á þremur árum fær bæði faglegt og menningarlegt framlag frá fjórum löndum. Að auki fá þeir aðgang að einstakri námsbraut sem inniheldur meðal annars líftækni, stærðfræði og norðurskautstækni.

Sem nemandi í Norður-Atlantshafsbekknum (NGK) dvelur þú í Danmörku fyrsta árið og stundar nám í Gribskov Gymnasium í Helsinge. Á öðru ári verður þú á haustönninni í Færeyjum í Miðnám í Kambsdal og á vorönninni í Verzlunarskóla Íslands. Þriðja og síðasta árið verður þú á Grænlandi í GUX, Sisimiut. Bekkjarsystkini þín verða frá Íslandi, Danmörku, Færeyjum og Grænlandi.

Umsóknarfrestur er 28. febrúar ár hvert. Smellið hér til að nálgast nánari upplýsingar um verkefnið á heimasíðu Verzlunarskóla Íslands.