• Viðburðir
 • Norræna bókasafnavikan

  Norræna bókasafnavikan fer fram á um tvö þúsund bókasöfnum og stofnunum á öllum Norðurlöndum 10.-16. nóvember. Ríflega íslensk 120 almennings- og skólabókasöfn eru skráð til þátttöku. Þema ársins er Tröll á Norður- löndum og á dagskrá eru upplestrar, fyrirlestrar og annað sem tengist því. Kynnið ykkur dagskrá bókasafnavikunnar á ykkar bókasafni! Myndskreyting ársins er eftir […]

 • Félagsmál
 • Aðalfundur Reykjavíkurdeildar – ný tímasetning

  Aðalfundur Norræna félagsins í Reykjavík verður haldinn  á skrifstofu Norræna félagsins föstudaginn 21. nóvember 2014 kl. 16:30 ATH! Þetta er nýr fundartími. Aðalfundurinn átti upphaflega að vera föstudaginn 14. nóvember 2014 en var frestað. Dagskrá 1. Kosning fundarstjóra og ritara. 2. Skýrsla stjórnar um störf og fjárhag félagsins. 3. Kosning formanns til tveggja ára. 4. Kosning stjórnar, […]

 • Félagsmál
 • Sænskunámskeið í nóvember

  Í nóvember mun Norræna félagið bjóða upp á framhaldsnámskeið í sænsku. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á orðaforða og hagnýta kunnáttu. Framhaldsnámskeiðið hefst 4. nóvember og því lýkur 2. desember. Námskeiðið verður á þriðjudögum, kl. 18:00-19:30, alls fimm skipti. Kennari er Adolf Hólm Petersen. Staðsetning: Norræna félagið, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík. Skráning á námskeiðin fer fram á […]

 • Viðburðir
 • Dagskrá um drápu drottningar

  Þórarinn Eldjárn rithöfundur flutti Margréti Þórhildi Danadrottningu frumsamda drápu, „Margrétarlof“, við hátíðlega dagskrá í Amalíuborgarhöll í maí síðastliðnum. Þórarinn mun segja frá formi kvæðisins, hefðinni og að lokum flytja drápuna í dagskrá sem haldin verður í bókasafni Norræna hússins þann 28. október kl. 12 -13. Dagskráin er í boði Norræna félagsins.

 • Félagsmál
 • Óbeisluð orka – Grenseløs energi

  Fimmtudaginn 23. október kl. 13.00 – 16.00 verður ráðstefna í Norræna húsinu í Reykjavík þar sem fjallað verður um 10 ára menningarsamstarf jaðarsvæðanna Austurlands og Vesterålen í Noregi. Þar verður rakið upphaf og áherslur samstarfsins og rætt hvort það geti nýst sem fyrirmynd fyrir aðra. Einnig verður farið yfir það hvernig önnur jaðarsvæði hafa bæst […]

 • Félagsmál
 • Grunnnámskeið í sænsku

  Í haust mun Norræna félagið bjóða upp á grunnnámskeið í sænsku. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á orðaforða og hagnýta kunnáttu. Námskeiðið hefst 30. september og því lýkur 28. október. Það verður á þriðjudögum, kl. 18:00-19:30, alls fimm skipti, á skrifstofu Norræna félagsins, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík. Kennari er Adolf Hólm Petersen. Skráning á námskeiðin fer fram á netfanginu […]

 • Félagsmál
 • Dönskuklúbburinn hefur nýtt starfsár

  Dönskukúbbur Norræna félagsins fyrir börn félagsmanna á aldrinum 8-11 ára verður starfræktur í vetur í samvinnu við Norræna húsið. Dönskuklúbburinn er fyrir börn sem kunna dönsku og hafa áhuga á að viðhalda kunnáttu sinni og tengslum við Danmörku. Kristín R. Vilhjálmsdóttir hefur yfirumsjón með starf-seminni. Dönskukúbburinn hefst 28. september með „hyggestund“ í Norræna húsinu með […]

 • Viðburðir
 • Kosningar í Svíþjóð – opinn fundur

  Þingkosningar fara fram í Svíþjóð sunnudaginn 14. september. Í tilnefni þess verður efnt til hádegisfundar um kosningarnar og sænsk stjórnmál fimmtudaginn 11. september kl. 12-13:15 í Norræna húsinu. Margrét Atladóttir, blaðamaður á Aftonbladet í Svíþjóð, flytur erindi um kosningarnar og sænsk stjórnmál. Bosse Hedberg, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, flytur ávarp. Í kjölfar þess verður rætt […]

  Flutningsnámskeið

  Ertu að flytja til Noregs, Danmerkur eða Svíþjóðar? Halló Norðurlönd og EURES standa fyrir upplýsingafundum um að flytja til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Fundirnir eru ætlaðir öllum þeim sem hyggja á vinnu eða nám í þessum löndum og eru ókeypis og öllum opnir. Farið verður yfir hagnýt atriði varðandi flutning og atvinnuleit auk þess sem […]