Tilboð fyrir félagsmenn Norræna félagsins

Frábært tilboð  fyrir félagsmenn til  Riga i Lettlandi, 14.-17. mai, á síðustu sætunum.

http://www.transatlantic.is/lettland/adeins-um-ferdina

Verð einungis 69.900 kr.  Innifalið er flug frá Keflavik og Akureyri,
4* hotel á besta stað  með morgunmat, rúta frá flugvelli og  islenskur fararstjóri

Riga er meira en 800 ár gömul borg eða frá árinu 1201. Þar blandast saman miðaldarmiðbær og nútímaborg. Gamli borgarhlutinn með sinn sjarma og hefðbundin nútímaborg í hraðri þróun. Hvort sem það er menningin – söfn eða fallegar byggingar, listaviðburðir og verslanir með allt það nýjasta á góðu verði – þá finnur þú það í Riga. Í Riga má finna eitt mesta samsafn af Art Noveau eða Jugend byggingalist. Þá er næturlíf Riga orðið þekkt fyrir að vera fjörugt og dregur til sín fjölda fólks víða að.

Upplysingar i sima 5888900 eða info@transatlantic.is

 

Gullmerki Norræna félagsins afhend

Gullmerki Norræna félagsins voru afhend á degi Norðurlanda þann 23. mars s.l. við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu.

Gullmerkin eru veitt einstaklingum sem hafa lagt sitt lóð á vogaskálarnar til að efla norræna menningu, samhug og samstarf.

Að þessu sinni fengu gullmerki þau Sveinn Einarsson, leikstjóri, leikhússtjóri og menningarfrömuður, Jóhann Sigurðsson bókaútgefandi og útgefandi Íslendingasagnanna á dönsku, norsku og sænsku og Siv Friðleifsdóttir fyrrv. alþingismaður og ráðherra. Siv sat í framkvæmdastjórn Norræna félagsins á árunum 1989 til 1995 og situr nú í nýrr norrænni nefnd sem fjallar um landamærahindranir og hefur jafnframt umsjón með norrænu velferðarvaktinni.

Ragnheiður H. Þórarinsdóttir formaður Norræna félagsins og FNF, Mikkel Harder forstjóri Norræna hússins, Höskuldur Þórhallsson alþingismaður, forseti Norðurlandaráðs og Björg Eva Erlendsdóttir formaður Norræna félagsins í Reykjavík fluttu erindi. Tónlistarflutningur var í höndum Þorgerðar Ásu Aðalsteinsdóttur vísnasöngkonu.

Norræna félagið og Norræna húsið hafa um allmörg ár tekið höndum saman og fagnað degi Norðurlanda með hátíðardagskrá og mótttöku.

IMG_3579 IMG_3583 IMG_3585 IMG_3586 IMG_2464 IMG_2466IMG_2467 Unknown-1

Dagur Norðurlanda 23.mars

cropped-cropped-800px-NordenFlag.jpg

Norræna félagið og Norræna húsið bjóða til móttöku í Norræna húsinu mánudaginn 23. mars kl 17:00 – 18:30 í tilefni af degi Norðurlanda. Veitt verða gullmerki Norræna félagsins.

I anledning af Nordens dag inviterer Foreningen Norden og Nordens Hus til reception i Nordens Hus måndagen den 23. marts kl 17:00 – 18:30

 

Ávörp flytja:

Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, formaður Norræna félagsins og FNF,

Höskuldur Þórhallsson, forseti Norðurlandaráðs,

Mikkel Harder, forstjóri Norræna hússins,

Björg Eva Erlendsdóttir, formaður Norræna félagsins í Reykjavík.

Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir flytur norræna tónlist.

 

Léttar veitingar í boði.

Lette forfriskninger

 

Norrænn rithöfundaskóli fyrir unglinga

2. – 8. ágúst fyrir ungmenni á aldrinum 15 til 18 ára

Screen Shot 2015-03-13 at 10.50.38

Lýðháskólinn Nordens folkhögskola á Biskops-Arnö í Svíþjóð býður ungmennum frá öllum Norðurlöndum að taka þátt í Norrænum rithöfundaskóla fyrir unglinga. Námskeiðið er ókeypis og undir handleiðslu sjö norrænna rithöfunda sem sjá til þess að vikan sé hlaðin lestri, skriftum og samræðum um texta auk nýrra kynna.

Þetta er einstakt tækifæri fyrir alla sem hafa áhuga á skrifum og langar til að kynnast öðrum með sömu drauma og áhugamál.

Umsóknarfrestur er til 12. apríl.

Continue reading

Foreningene Norden søker ny forbundssekretær til Foreningene Nordens Forbund (FNF)

Foreningene Nordens Forbund (FNF) er et samarbeidsorgan for de nasjonale Norden-foreningene. FNF fremmer foreningenes felles interesser og arbeider for å styrke det folkelige nordiske samarbeidet på alla nivåer.

 

Forbundssekretæren har ansvar for og leder FNFs sekretariat i henhold til FNFs vedtekter, presidiets beslutninger og i løpende samarbeid med generalsekretærene fra respektive foreninger.

Arbeidsoppgaver

Forbundssekretæren skal:

 • holde seg orientert om utviklingen i de nasjonale foreningene og bidra til samarbeid og idéutveksling mellom foreningene.
 • holde presidiet løpende informert om FNFs virksomhet, aktiviteter og økonomi.
 • utarbeide forslag til strategiplan/virksomhetsplan for FNFs virksomhet.
 • forberede presidiets møter i samarbeid med den foreningen som har formannskapet.
 • forberede generalsekretærenes møter i samarbeid med formannskapets generalsekretær.
 • lede FNFs virksomhet og ha ansvar for forbundets økonomi i henhold til vedtatte virksomhetsplaner og budsjett.
 • utarbeide årsmelding.
 • ha arbeidsgiver- og personalansvar i FNF i henhold til lover og avtaler, vedtatte planer og budsjett.
 • sikre at de prosjektene FNF har ansvar for gjennomføres i henhold til målsetting og budsjett.
 • holde kontakt med Nordisk råd og ministerråd.
 • holde seg orientert om aktiviteter i andre nordiske samarbeidsorganisasjoner.

Krav

 • God muntlig og skriftlig fremstillingsevne på et skandinavisk språk.
 • Relevant høyere utdanning.
 • Ha ledererfaring og minimum 5 års relevant yrkeserfaring.
 • Skal ha erfaring fra politisk styrt virksomhet, forståelse for politikk og politiske prosesser.
 • God økonomiforståelse og kunnskap om regnskap.
 • God sosial kompetanse.
 • God kjennskap til Norden og nordisk samarbeid.
 • Dele FNFs grunnverdier.

Stillingen er tidsbegrenset (åremål) på fire år med mulighet for inntil fire års forlengelse.

Lønn etter avtale.

Søknad sendes til: foreningen@norden.no innen 9. april 2015

Spørsmål kan rettes til medlemmer av ansettelsesutvalget: Sinikka Bohlin +46 (0)70-683 91 02, Ásdís Hannesdóttir +354 512 69 70, Espen Stedje + 47 95 99 17 45 eller nåværende generalsekretær i FNF Kristín Ólofsdóttir +45 30 26 03 70.

Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands

copenhagen-denmark-5

Bráðskemmtilegur og áhugaverður hádegisfyrirlestur Norræna félagsins í Norræna húsinu miðvikudaginn 11. mars kl 12.05-12.55.

Kaupmannahöfn við Eyrarsund var höfuðborg Íslands í nærfellt fimm aldir, frá því á 15. öld fram til 1. desember 1918. Haustið 2013 kom út tveggja binda verk um sögu Kaupmannahafnar sem höfuðborgar okkar eftir sagnfræðingana Guðjón Friðriksson og Jón Þ. Þór. Jón verður gestur fundarins að þessu sinni og mun segja frá verkinu, tilurð þess, vinnu þeirra félaga að samningu þess og ræða nokkra meginþætti í þessari merku sögu.

Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn.

Grunnnámskeið í sænsku

Saenski-faninnÍ febrúar/mars mun Norræna félagið bjóða upp á grunnnámskeið í sænsku. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á orðaforða og hagnýta kunnáttu. Námskeiðið hefst 17. febrúar og lýkur 17. mars.

Námskeiðið verður á þriðjudögum, kl. 18:00-19:30, alls fimm skipti.
Kennari er Adolf Hólm Petersen.

Staðsetning: Norræna félagið, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík.

Skráning á námskeiðin fer fram á netfanginu astros@snorri.is og í síma 551-0165. Námskeiðin eru eingöngu ætluð félagsmönnum í Norræna félaginu sem greiða 8.600 krónur í þátttökugjald. Auðvelt er að gerast félagi í Norræna félaginu.

Félagsaðild í Norræna félaginu kostar 2.900 kr. á ári/ 1.450 kr. fyrir 18-27 ára og 67 ára og eldri. Námskeiðið fellur niður ef lágmarksþátttökufjöldi næst ekki.

Nýr verkefnisstjóri Nordjobb

Kristín Manúelsdóttir
Kristín Manúelsdóttir

Kristín Manúelsdóttir hefur tekið við starfi verkefnisstjóra Nordjobb hjá Norræna félaginu og mun jafnframt sinna öðrum verkefnum. Hún tekur við af Stefáni Vilbergssyni sem hefur verið ráðinn verk-
efnastjóri hjá Öryrkjabandalagi Íslands.

Kristín hefur verið starfsmaður félagsins frá árinu 2013 og m.a. verið tómstundafulltrúi Nordjobb sl. tvö ár.

Grindavíkurdeild tekin til starfa

Stjórn Grindavíkurdeildar
Stjórn Grindavíkurdeildar

Félagsdeild Norræna félagins í Grindavík var nýverið endurvakin og er það gleðiefni.

Mikill hugur er í félagsmönnum að blása glæður í vinabæjasamstarfið sem var blómlegt á árum áður.

Á aðalfundi þann 10. janúar var kosin stjórn og lög deildarinnar samþykkt. Fríða Egilsdóttir var kjörin formaður en með henni í stjórn eru þau Valdís Kristinsdóttir, Halldóra Guðbjörg Sigtryggsdóttir, Eydna Fossádal og Rúna Szmiedówicz. Í varastjórn eru Halldór Lárusson og Kristín Gísladóttir.

Hér er umfjöllun af vef Grindavíkurbæjar.

Hér er fastasíða Grindavíkurdeildar á vef Norræna félagsins.