Grunnnámskeið í sænsku

Saenski-faninnÍ febrúar/mars mun Norræna félagið bjóða upp á grunnnámskeið í sænsku. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á orðaforða og hagnýta kunnáttu. Námskeiðið hefst 17. febrúar og lýkur 17. mars.

Námskeiðið verður á þriðjudögum, kl. 18:00-19:30, alls fimm skipti.
Kennari er Adolf Hólm Petersen.

Staðsetning: Norræna félagið, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík.

Skráning á námskeiðin fer fram á netfanginu astros@snorri.is og í síma 551-0165. Námskeiðin eru eingöngu ætluð félagsmönnum í Norræna félaginu sem greiða 8.600 krónur í þátttökugjald. Auðvelt er að gerast félagi í Norræna félaginu.

Félagsaðild í Norræna félaginu kostar 2.900 kr. á ári/ 1.450 kr. fyrir 18-27 ára og 67 ára og eldri. Námskeiðið fellur niður ef lágmarksþátttökufjöldi næst ekki.

Nýr verkefnisstjóri Nordjobb

Kristín Manúelsdóttir
Kristín Manúelsdóttir

Kristín Manúelsdóttir hefur tekið við starfi verkefnisstjóra Nordjobb hjá Norræna félaginu og mun jafnframt sinna öðrum verkefnum. Hún tekur við af Stefáni Vilbergssyni sem hefur verið ráðinn verk-
efnastjóri hjá Öryrkjabandalagi Íslands.

Kristín hefur verið starfsmaður félagsins frá árinu 2013 og m.a. verið tómstundafulltrúi Nordjobb sl. tvö ár.

Grindavíkurdeild tekin til starfa

Stjórn Grindavíkurdeildar
Stjórn Grindavíkurdeildar

Félagsdeild Norræna félagins í Grindavík var nýverið endurvakin og er það gleðiefni.

Mikill hugur er í félagsmönnum að blása glæður í vinabæjasamstarfið sem var blómlegt á árum áður.

Á aðalfundi þann 10. janúar var kosin stjórn og lög deildarinnar samþykkt. Fríða Egilsdóttir var kjörin formaður en með henni í stjórn eru þau Valdís Kristinsdóttir, Halldóra Guðbjörg Sigtryggsdóttir, Eydna Fossádal og Rúna Szmiedówicz. Í varastjórn eru Halldór Lárusson og Kristín Gísladóttir.

Hér er umfjöllun af vef Grindavíkurbæjar.

Hér er fastasíða Grindavíkurdeildar á vef Norræna félagsins.

Grindavíkurdeild endurvakin á Norrænum degi

Laugardaginn 15. nóvember nk. verður Norrænn dagur í Kvikunni. Glæsileg dagskrá verður allan daginn með ljóðasmiðju, málþingi og ljóða- og vísnakvöldi. Dagskráin er þannig:

Kl. 10:00-12:00 Ljóðasmiðja
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson skáld heldur hraðnámskeið í nútíma ljóðagerð.
Farið yfir helstu atriði sem hafa ber í huga og lauflétt verkleg kennsla fyrir byrjendur og lengra komna. Aðgangur ókeypis.
Ljóðasmiðjan er ætluð fólki frá 15 ára aldri, en fjöldi þátttakenda takmarkaður og því nauðsynlegt að skrá sig á netfangið thorsteinng@grindavik.is, í síðasta lagi 13. nóvember kl. 16:00.
Kl. 14:00 Tækifæri í Norrænni samvinnu – Málþing og Norræn deild í Grindavík endurvakin
Kvikan, Grindavíkurbær og Norræna félagið á Íslandi standa að málþingi um mikilvægi Norræns samstarfs, tækifæri og möguleika í norrænu samstarfi. Að málþingi loknu verður deild Norræna félagsins í Grindavík endurvakin.
Stjórnandi: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.

Dagskrá:
1. Norrænt samstarf
Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, formaður Norræna félagsins á Íslandi og deildar-stjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, fer yfir helstu þætti í Norrænu samstarfi, tilgang þess og helstu verkefni.
2. Styrkjamöguleikar til menningarmála á Norðurlöndum
Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, formaður Norræna félagsins.
3. Starfsemi Norræna félagsins á Íslandi bæði innanlands og á norrænum vettvangi
Ásdís Eva Hannesdóttir og Ragnheiður H. Þórarinsdóttir formaður Norræna félagsins.
4. Deild Norræna félagsins í Grindavík endurvakin
Kristín Pálsdóttir fer yfir sögu deildar Norræna félagsins í Grindavík og í kjölfarið verður starfsemi hennar endurvakin.
Léttar veitingar. Allir velkomnir.
Kl. 17:00 Norrænt Ljóða- og vísnakvöld í tali og tónum
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur og tónlistarmaður flytur lög og ljóð frá Norðurlöndunum
Satu Takkinen frá Piteå, vinabæ Grindavíkur í Svíþjóð, flytur frumsamin ljóð og lög.
Halldór Lárusson bæjarlistamaður og fleira tónlistarfólk tengt Norðurlöndunum.
Aðgangur ókeypis.

Morrinn og múmínálfarnir

Norræna bókasafnavikan
Norræna bókasafnavikan

Café Lingua verður með norrænu yfirbragði fimmtudaginn 13. nóvember. Múmínálfarnir, Morrinn og Tove Jansson verða í brennidepli og mun kaffið fara fram á skandinavísku í Norræna húsinu kl. 17-18.

• Hildur Ýr Ísberg flytur fyrirlestur kynhlutverk í bókum Jansson
• Malin Barkelind les kafla úr bókinni „Pappan och havet“.
• Gestir geta tekið þátt í getrauninni „Mummitroldene og deres nordiske venner“ og boðið verður upp á veitingar í anda Múmínmömmu.
• Í Barnahelli Norræna hússins er hægt að skoða sýningu tileinkaða Tove Jansson og Múmínálfunum.

Umsjón Café Lingua er að þessu sinni í höndum Norræna hússins, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur auk dönsku, norsku og sænsku við Háskóla Íslands. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.

Dagskrá um norrænar verðlaunabækur

Jórunn Sigurðardóttir
Jórunn Sigurðardóttir

Velkomin á fyrirlestur Jórunnar Sigurðardóttur um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fimmtudaginn 20. nóvember, kl. 12 – 13 í Norræna húsinu.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa nú verið ahent í rúmlega hálfa öld. Þann 29. október síðastliðinn tók Finninn Kjell Westö við verðlaununum fyrir bók sína Hägring 38 eða Tálsýn 38 við hátíðlega athöfn í Bláa salnum í Ráðhúsi Stokkhólms.

Við sama tækifæri voru öll önnur verðlaun Norðurlandaráðs einnig afhent, þeirra á meðal Barna – og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs öðru sinni og féllu þau nú í hlut Norðmannanna Håkons Övreås og Öyvinds Torseter, höfunda texta og mynda í skáldsögunni Brune eða Brúni.

Jórunn Sigurðardóttir útvarpskona segir frá verðlaunabókunum og ýmsu öðru í tengslum við verðlaunin og val verðlaunabóka í gegnum tíðina en Jórunn hefur fylgst með tilnefningum bóka til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í tæpa tvo áratugi.

Dagskráin er í boði Norræna félagsins og  fellur undir Norræna bókasafnaviku.

Norræna bókasafnavikan

NBV2014Norræna bókasafnavikan fer fram á um tvö þúsund bókasöfnum og stofnunum á öllum Norðurlöndum 10.-16. nóvember.

Ríflega íslensk 120 almennings- og skólabókasöfn eru skráð til þátttöku.

Þema ársins er Tröll á Norður-
löndum
og á dagskrá eru upplestrar, fyrirlestrar og annað sem tengist því.

Kynnið ykkur dagskrá bókasafnavikunnar á ykkar bókasafni!

Myndskreyting ársins er eftir Brian Pilkington.