• Norræna félagið
 • Lækkun kosningaaldurs

  Umræðufundur Norræna félagsins um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna í 16 ár í Norræna húsinu, þriðjudaginn 13. febrúar kl. 12:00 – 13:00. Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna sem nýtur þverpólitísks stuðnings og ætla má að verði afgreitt á næstu vikum. Þingmálið er lagt fram til að styðja […]

 • Námskeið
 • GRUNNNÁMSKEIÐ Í SÆNSKU – VORMISSERI 2018

  Grunnnámskeið í sænsku verður haldið á vegum Norræna félagsins í feb/mars 2017. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á orðaforða og hagnýta kunnáttu. Námskeiðið hefst 6. febrúar og lýkur 6. mars: kennt verður á þriðjudögum kl. 18:00-19:30 og er námskeiðið alls fimm skipti. Kennslan fer fram í húsakynnum Norræna félagsins á Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík. Kennari […]

 • Viðburðir
 • Sólrisuhátíð Norræna félagsins í Reykjavík

  Frá örófi alda hafa menn fagnað sólrisu og nýjum hring sólar um jörðu. Hin kristnu jól og áramót tóku við af heiðnum siðum þar sem gangur sólar réði inntaki hátíðahalda þegar daginn fór að lengja. Hvernig fagnaði Auður djúpúðga og hennar fólk sólrisunni? Hvað eimir eftir af keltneskum menningararfi í íslenskum siðum? Leitað verður svara […]

 • Norræna félagið
 • JÓLAKVEÐJA

  Skrifstofa Norræna félagsins óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Bestu þakkir til allra félagsmanna, samstarfsaðila og velunnara fyrir gæfuríkt samstarf á árinu sem er að líða. Skrifstofa Norræna félagsins verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með 22. desember til 3. janúar. Jólakveðjur, Starfsmenn Norræna félagsins

 • Félagsmál
 • Fréttir af Sambandsþingi Norræna félagsins 2017

  Sambandsþing Norræna félagsins var haldið í Garðabæ 18. nóvember s.l. Þingið var sótt af rúmlega 30 þingfulltrúum. Auk hefðbundinna þingstarfa þá ávarpaði Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar þingið og Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra og formaður í Eystrasaltsráði 2016-2017 hélt erindi. Bogi Ágústsson var endurkjörinn formaður Norræna félagsins. Auk Boga voru þau Kristján Sveinsson, Birna Bjarnadóttir, Jóngeir […]

 • Námskeið
 • GRUNNNÁMSKEIÐ Í SÆNSKU – HAUSTMISSERI 2017

  Grunnnámskeið í sænsku verður haldið á vegum Norræna félagsins í okt/nóv 2017. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á orðaforða og hagnýta kunnáttu. Námskeiðið hefst 10. október og lýkur 7. nóvember: kennt verður á þriðjudögum kl. 17:30-19:00 og er námskeiðið alls fimm skipti. Kennslan fer fram í húsakynnum Norræna félagsins á Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík. Kennari […]

 • Félagsmál
 • Sungið í skógarsal Háabjalla

  Viðburður í umsjón Norræna félagsins í Vogum og skógræktarfélagsins Skógfells, hluti af Fjölskyldudögum í Vogum. Allir syngja, textar á blaði. Þemu: sumarkvöld og norræn vísnahefð. Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir syngur norræn vísnalög, mörg með textum á íslensku, m.a. í þýðingu föður síns, Aðalsteins Ásbergs. Hún er menntuð í norrænum vísnasöng og hefur víða komið fram, oft […]