• Nordjobb
 • VILT ÞÚ LEIGJA HÚSNÆÐI TIL NORDJOBBARA Í SUMAR

  Nordjobb leitar að húsnæði til leigu fyrir starfsfólk á vegum Nordjobb á Íslandi. Þátttakendur vinna yfir sumarið í 1-4 mánuði frá byrjun maí til septemberloka. Nordjobb hefur milligöngu um að útvega 18-30 ára ungmennum af Norðurlöndunum sumarvinnu og húsnæði á meðan þau eru við vinnu á landinu. Aðstoð Nordjobb við atvinnu- og húsnæðismiðlun er öllum […]

 • Færeyjar
 • SÍÐDEGISRABB ÞORGRÍMS GESTSSONAR UM FÆREYJAR

  Norræna félagið býður til síðdegisrabbs Þorgríms Gestssonar um Færeyjar, miðvikudaginn 3. maí kl. 17:15 í húsnæði Norræna félagsins að Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Þorgrímur Gestsson, blaðamaður og rithöfundur talar um nýja ferðabók sína um Færeyjar sem væntanleg er í sumar og hún sett í samhengi við fyrri ferðabækur hans um […]

 • Halló Norðurlönd
 • ERTU AÐ FLYTJA TIL NOREGS, DANMERKUR EÐA SVÍÞJÓÐAR?

  Fimmtudaginn 27. apríl n.k. kl. 17:00 býður Norræna félagið, í samstarfi við Halló Norðurlönd, og EURES evrópsk vinnumiðlun upp á upplýsingafund þar sem farið verður yfir hagnýt atriði varðandi flutning, atvinnuleit og nám í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Fulltrúar frá EURES, Halló Norðurlöndog Ríkisskattstjóra verða með kynningu og sérfræðingur frá Rannís kynnir upplýsingastofu um nám […]

 • Námskeið
 • GRUNNNÁMSKEIÐ Í SÆNSKU

  Grunnnámskeið í sænsku verður haldið á vegum Norræna félagsins í apríl/maí 2017. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á orðaforða og hagnýta kunnáttu. Námskeiðið hefst 25. apríl og lýkur 9. maí: kennt verður á þriðjudögum kl. 17:30-19:00 og fimmtudögum og er námskeiðið alls fimm skipti. Kennslan fer fram í húsakynnum Norræna félagsins á Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík. Kennari […]

 • Viðburðir
 • Grænland og Ísland — vinir og samherjar í norðrinu

  KALAK, vinafélag Íslands og Grænlands, boðar til opins fundar í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn, laugardaginn 1. apríl klukkan 14. Yfirskrift fundarins er „Grænland og Ísland — vinir og samherjar í norðrinu“ og mun Bogi Ágústsson, formaður Norræna félagsins, stýra umræðum. Setningarávarp flytur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Allir eru velkomnir á fundinn á laugardag. Gestir eru […]

 • Norden i Skolen
 • NORRÆNA SKÓLAPJALLIÐ FER FRAM ÞANN 23. MARS KL. 11:00 – 13:00

  Fyrirkomulag Norræna skólaspjallsins er í ár innblásið af svokölluðu “ráðgátu skype” og gengur út á að senda norræna nemendur í spennandi og ögrandi könnunarleiðangur um gervöll Norðurlöndin. Á landaleikunum takast nemendur á við landafræðiþraut sem krefst nákvæmrar rannsóknarvinnu og þekkingar á norrænni landafræði. Verkefnið snýst nefnilega um að reyna að komast að því hvar á […]

 • Félagsmál
 • Dagur Norðurlanda 23. mars 2017

  Norræna félagið og Norræna húsið bjóða til hátíðardagskrár í Norræna húsinu fimmtudaginn 23. mars kl 17:15 – 18:30 í tilefni af degi Norðurlanda. Bogi Ágústsson, formaður Norræna félagsins býður gesti velkomna. Björg Eva Erlendsdóttir, formaður Reykjavíkurdeildar Norræna félagsins, ræðir um samstarf Íslands og Færeyja og segir frá fyrirhuguðu höfuðborgarmóti sem haldið verður í Þórshöfn í Færeyjum seinna […]

 • Norræna húsið
 • SJÁLFSTÆTT GRÆNLAND?

  Föstudaginn 24. febrúar kl. 12 – 13 verður opinn fundur í Norræna húsinu á vegum Rannsóknaseturs um norðurslóðir við Háskóla Íslands og Norðurlanda í fókus. Spurningin um sjálfstæði Grænlands Þrátt fyrir að Grænland gæti öðlast lagalegt sjálfstæði í framtíðinni er erfitt að sjá fyrir sér að landið yrði sjálfstætt í raun. Sjálfstætt Grænland þyrfti á […]

 • Viðburðir
 • VÍSNATÓNLISTARHÁTÍÐ

  Norræna félagið vill vekja athygli á Vísnatónlistarhátíð sem haldin verður í Salnum í Kópavogi 11. mars 2017. Á hátíðinni koma fram íslenskir og sænskir tónlistarmenn. Þetta verður sannkölluð norræn veisla þar sem em fluttar verða vísur eftir Cornelis Vreeswijk og fleiri sænsk söngvaskáld, leikin sænsk þjóðlagatónlist, íslenskir og sænskir sagnadansar fluttir og ljóðaþýðingar úr sænsku. […]