• Viðburðir
 • Line Barfod í Norræna húsinu

  Line Barfod, lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður Enhedslisten á Danska þjóðþinginu, heldur erindi um mansal – þrælahald nútímans, í Norræna húsinu, föstudaginn 26. febrúar, kl. 17.00. Viðburðurinn er haldinn á vegum Norræna félagsins, Norræna hússins og Vinstri grænna og mun fara fram á íslensku og dönsku. Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur verður kynnir fundarins. Opnað verður fyrir […]

 • Nordjobb
 • Nordjobb – opið fyrir umsóknir 2016!

  Nordjobb er samnorrænt verkefni sem útvegar ungu fólki á aldrinum 18-28 ára sumarvinnu og húsnæði á hinum Norðurlöndunum, ásamt því að skipuleggja fjölbreytta tómstunda- og menningardagskrá fyrir Nordjobbara í hverju landi fyrir sig.   Fjöldi íslenskra ungmenna fær sumarvinnu á vegum Nordjobb ár hvert, en einnig hefur verið vinsælt meðal íslenskra atvinnurekenda að taka á móti hressum ungmennum frá hinum Norðurlöndunum. […]

 • Námskeið
 • Grunnnámskeið í sænsku – vormisseri 2016

  Grunnnámskeið í sænsku verður haldið á vegum Norræna félagsins í febrúar/mars 2016. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á orðaforða og hagnýta kunnáttu. Námskeiðið hefst 16. febrúar og lýkur 15. mars: kennt verður á þriðjudögum kl. 18:00-19:30 og er námskeiðið alls fimm skipti. Kennslan fer fram í húsakynnum Norræna félagsins á Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík. Kennari er […]

 • Norden i Skolen
 • Matarsóunarverkefni Norden i Skolen

  Samnorræna skólasíðan, Norden i Skolen, starfrækir spennandi verkefni fyrir skóla á Norðurlöndunum undir yfirskriftinni „Baráttan gegn matarsóun“. Kennarar geta skráð bekki til leiks á heimasíðu Norden i Skolen og gengur verkefnið út á að hver bekkur vigti matarleifar sínar í eina kennsluviku með það að markmiði að draga úr matarsóuninni dag frá degi. Á heimasíðunni getur einnig að líta nýtt námsefni […]

 • Félagsmál
 • Aðalfundur Norræna félagsins í Reykjavík

  Norræna félagið í Reykjavík boðar til aðalfundar  í Norræna húsinu, miðvikudaginn 25. nóvember kl. 17.00, . Fundurinn er öllum opinn og nýir félagar boðnir sérstaklega velkomnir. Dagskrá fundarins: Kosning fundarstjóra og ritara. Skýrsla stjórnar um störf og fjárhag félagsdeildarinnar. Kosning stjórnar, varastjórnar og endurskoðenda fyrir næsta starfsár,  sbr. 9. gr. Kosning fulltrúa og varamanna á sambandsþing […]

 • Félagsmál
 • Bogi Ágústsson nýr formaður Norræna félagsins

  Bogi Ágústsson var einróma kjörinn nýr formaður Norræna félagsins á sambandsþingi félagsins, helgina 7.-8. nóvember.  Sambandsþingið fór fram í Sveitafélaginu Ölfusi og Hveragerði. Bogi tekur við formennsku af Ragnheiði H. Þórarinsdóttur sem gegnt hefur embætti formanns í sex ár. Bogi gegndi áður embætti varaformanns Norræna félagsins.  Í nýrri stjórn Norræna félagsins sitja til næstu tveggja […]

 • Viðburðir
 • Norrænar kvenímyndir

  Oddný Sen kvikmyndafræðingur verður með fyrirlestur um kvenímyndir í norrænum kvikmyndum og sjónvarpsseríum fimmtudaginn 19. nóvember kl. 17.00, í húsakynnum Norræna félagsins í Reykjavík við Óðinsgötu. Hún mun fjalla um þær breytingar sem sést hafa á birtingarmyndum kvenna í kvikmyndalist á Norðurlöndum og víðar, sem og sýna um þær dæmi. Einnig mun hún velta vöngum yfir […]

 • Norræna bókasafnavikan
 • Norræn bókasafnavika 9.-15. nóvember 2015

   Við vekjum athygli á hinni árlegu Norrænu bókasafnaviku sem haldin verður dagana 9.-15. nóvember næstkomandi. Skráning stendur yfir á heimasíðu bókasafnavikunnar http://www.bibliotek.org/is – þar sem hægt er að skrá bókasöfn, skóla og aðrar stofnanir til þátttöku endurgjaldslaust. Þema hátíðarinnar í ár er „Vinátta á Norðurlöndunum“ og verða að vanda þrjár norrænar bækur í öndvegi ætlaðar […]