Skólamál

LÝÐHÁSKÓLAR

Fólk á öllum aldri getur lagt stund á nám í norrænum lýðháskólum. Á öllum Norðurlöndum eru lýðháskólar þar sem í boði er fjölbreytt nám, góð aðstaða og þroskandi námsumhverfi fyrir fólk á öllum aldri. Lýðháskólanám er fyrir alla, óháð skólagöngu og reynslu, en námsefnið og námsferlið er mótað eftir þörfum nemendahópsins; fjölbreytt nám og góð aðstaða er í boði.

Upplýsingar um norræna lýðháskóla er að finna á vefsíðum landskrifstofa lýðháskólanna:
Danmörk –  FinnlandNoregur –  SvíþjóðÁlandseyjar –  FæreyjarGrænland

Íslenskir lýðháskólar

Listalýðháskóli, LungA skólinn á Seyðisfirði. Fyrir nánari upplýsingar eða umsóknir heimsækið www.lunga.is/school.

Lýðháskólinn á Flateyri. Fyrir nánari upplýsingar eða umsóknir heimsækið https://lydflat.is

Styrkir til lýðháskólanáms
Undanfarin misseri hefur Norræna félagið á Íslandi veitt íslenskum nemendum á norrænum lýðháskólum styrki. Lýðháskólastyrkir félagsins eru háðir fjárveitingu frá NORDPLUS VOKSEN. Umsóknarfresturinn rennur út 15. september fyrir haustönn og allt árið og 15. janúar fyrir vorönn.  Námstími skal vera að lágmarki 12 vikur til að vera styrkhæft.

Umsóknareyðublaðið fæst hér.

Styrkirnir eru greiddir út að námi loknu gegn framvísun kvittana fyrir ferðakostnaði og skólagjöldum auk þess sem skila verður inn skýrslu.

Skýrslueyðublaðið fæst hér.

Facebook síða
Við höfum opnað lýðháskólasíðu á Facebook fyrir fyrrum, núverandi og verðandi lýðháskólanema. Þar hafa skapast líflegar umræður og margir hafa sagt frá sinni lýðháskólaupplifun. Ef þú vilt lesa um hvernig íslenskum lýðháskólanemum hefur líkað dvölin úti og jafnvel spyrjast fyrir um þinn skóla skaltu ganga í grúppuna Lýðháskólar á Norðurlöndum.

Lýðháskólar á Íslandi
Bjarney Kristín Ólafsdóttir fjallaði um lýðháskólahugsjónina og sögu lýðháskóla á Íslandi í lokaritgerð sinni í guðfræði frá Háskóla Íslands í maí 2011. Hér má lesa ritgerðina.