Tag Archives: fyrirlestur

Norrænar kvenímyndir

Oddný Sen kvikmyndafræðingur verður með fyrirlestur um kvenímyndir í norrænum kvikmyndum og sjónvarpsseríum fimmtudaginn 19. nóvember kl. 17.00, í húsakynnum Norræna félagsins í Reykjavík við Óðinsgötu.

Hún mun fjalla um þær breytingar sem sést hafa á birtingarmyndum kvenna í kvikmyndalist á Norðurlöndum og víðar, sem og sýna um þær dæmi. Einnig mun hún velta vöngum yfir því hvort nýjar kvenímyndir endurspegli breytta stöðu kvenna.

Allir velkomnir á fróðlegan fyrirlestur!  

Dagskrá um norrænar verðlaunabækur

Jórunn Sigurðardóttir
Jórunn Sigurðardóttir

Velkomin á fyrirlestur Jórunnar Sigurðardóttur um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fimmtudaginn 20. nóvember, kl. 12 – 13 í Norræna húsinu.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa nú verið ahent í rúmlega hálfa öld. Þann 29. október síðastliðinn tók Finninn Kjell Westö við verðlaununum fyrir bók sína Hägring 38 eða Tálsýn 38 við hátíðlega athöfn í Bláa salnum í Ráðhúsi Stokkhólms.

Við sama tækifæri voru öll önnur verðlaun Norðurlandaráðs einnig afhent, þeirra á meðal Barna – og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs öðru sinni og féllu þau nú í hlut Norðmannanna Håkons Övreås og Öyvinds Torseter, höfunda texta og mynda í skáldsögunni Brune eða Brúni.

Jórunn Sigurðardóttir útvarpskona segir frá verðlaunabókunum og ýmsu öðru í tengslum við verðlaunin og val verðlaunabóka í gegnum tíðina en Jórunn hefur fylgst með tilnefningum bóka til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í tæpa tvo áratugi.

Dagskráin er í boði Norræna félagsins og  fellur undir Norræna bókasafnaviku.

Kosningar í Svíþjóð – opinn fundur

val2014Þingkosningar fara fram í Svíþjóð sunnudaginn 14. september. Í tilnefni þess verður efnt til hádegisfundar um kosningarnar og sænsk stjórnmál fimmtudaginn 11. september kl. 12-13:15 í Norræna húsinu.

Margrét Atladóttir, blaðamaður á Aftonbladet í Svíþjóð, flytur erindi um kosningarnar og sænsk stjórnmál. Bosse Hedberg, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, flytur ávarp.

Í kjölfar þess verður rætt um stöðuna í sænskum stjórnmálum í pallborði með áhugafólki um stjórnmál í Svíþjóð.

Þátttakendur verða:
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinambands Íslands
Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á DV
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona

Upplýsingaskrifstofan Norðurlönd í fókus, Norræna félagið á Íslandi, sendiráð Svíþjóðar á Íslandi og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands standa að fundinum.

Fundurinn verður á ensku og íslensku og er öllum opinn.

Fundarstjóri: Sigurður Ólafsson, verkefnastjóri Norðurlanda í fókus á Íslandi.

Lógó: Sænska sendiráðið, Norræna félagið, Norræna húsið og AMS (hreint)

Frekari upplýsingar á vefsíðum Norræna hússins, nordice.is, Norræna félagsins, norden.is og Alþjóðamálstofnunar, ams.hi.is