Tag Archives: menning

Dagur Norðurlanda 2016

Dagur Norðurlanda 23. mars 2016

Norræna félagið og Norræna húsið bjóða til móttöku í Norræna húsinu miðvikudaginn 23. mars, kl 17:00 – 18:30 í tilefni af degi Norðurlanda.

I anledning af Nordens dag inviterer Foreningen Norden og Nordens Hus til reception i Nordens Hus onsdagen den 23. marts kl 17:00 – 18:30.

Bogi Ágústsson, formaður Norræna félagsins, býður gesti velkomna.

Elísabet Jökulsdóttir, tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2016, les upp úr bók sinni.

Teitur Magnússon, tilnefndur til Norrænu tónlistarverðlaunanna 2016, flytur eigin tónlist.

Veitt verða gullmerki Norræna félagsins.

Léttar veitingar í boði // lette forfriskninger.

Allir  velkomnir!

 

Norræn bókasafnavika 9.-15. nóvember 2015

 Við vekjum athygli á hinni árlegu Norrænu bókasafnaviku sem haldin verður dagana 9.-15. nóvember næstkomandi. Skráning stendur yfir á heimasíðu bókasafnavikunnar http://www.bibliotek.org/is – þar sem hægt er að skrá bókasöfn, skóla og aðrar stofnanir til þátttöku endurgjaldslaust.

Þema hátíðarinnar í ár er „Vinátta á Norðurlöndunum“ og verða að vanda þrjár norrænar bækur í öndvegi ætlaðar ólíkum aldurshópum. Upplestrarbækurnar árið 2015 eru barnabókin Vöffluhjarta eftir norska höfundinn Mariu Parr, unglingabókin Skrifa í sandinn eftir færeyska höfundinn Marjun Syderbø Kjelnæs og Eglis Saga fyrir eldri lesendur. Hægt verður að nálgast textabrotin sem ætluð eru til upplestrar á heimasíðu hátíðarinnar. Þar verður einnig að finna svokallað Hugmyndakver sem hefur að geyma ýmsar upplýsingar um bókasafnavikuna ásamt fjölda sniðugra hugmynda sem hægt er að framkvæma í tengslum við hana.

Upplestur í Norræna húsinu, mánudaginn 9. nóvember kl. 10 – allir geta hlustað!

Í tilefni opnunar bókasafnavikunnar mun Norræna húsið ásamt Norræna félaginu standa fyrir upplestri í Norræna húsinu. Morguninn 9. nóvember kl. 10 mun leikarinn Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamaður) lesa valda kafla úr barnabókinni Vöffluhjarta. Beint streymi (e. live stream) verður af viðburðinum í Norræna húsinu – svo að hver sem er getur farið inn á heimasíðu Norræna hússins, http://nordichouse.is/is/, til að hlýða á upplesturinn.

Þessi tækninýjung Norræna hússins gerir öllum kleift að fylgjast með, hvar sem þeir eru staddir á landinu (eða í heiminum). Nemendur gætu þá safnast saman á skólabókasafninu eða hreinlega hlustað í sinni eigin bekkjarstofu. Upptaka af upplestrinum verður öllum aðgengileg á heimasíðu Norræna hússins að upplestrinum loknum. Því verður hægt að spila upplesturinn hvenær sem er, hvort sem er í rauntíma eða síðar.

Vakni einhverjar spurningar má gjarnan senda póst á netfangið thorgunnur@norden.is.

Með von um góðar lestrarstundir!

Fundur fólksins í Norræna húsinu 11. – 13. júní 2015

 Norræna félagið í Reykjavík og Norðurlönd í fókus verða með dagskrá í Norræna tjaldinu á  Fundi fólksins, 11.-13. júní við Norræna húsið. 

Kíkið í spjall um norrænt samstarf, fáið upplýsingar og njótið veglegrar dagskrár alla fundardagana!

DAGSKRÁ Í NORRÆNA TJALDINU Á FUNDI FÓLKSINS

Fimmtudagur 11. júní frá kl. 12-22

– kl. 15:00 Daglegt líf án eiturefna!
Elín Hirst, alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði, og Brynhildur Pétursdóttir, alþingsmaður og varafulltrúi í Norðurlandaráði. Heiðrún Guðmundsdóttir, ritari Norræna efnahópsins (NKG), opnar og stýrir umræðum.

– kl. 15:40 Að læra allt lífið á Norðurlöndunum!
Valgerður Gunnarsdóttir, alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði, Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður. Sigrún Kristín Magnúsdóttir, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Norræna tengslanetinu um nám fullorðinna, opnar og stýrir umræðum.

Föstudagur 12. júní frá kl. 12-22

– kl. 14:00 Geta Norðurlöndin reddað heiminum frá loftslagshörmungum?
Hvað geta 26 milljónir Norðurlandabúar gert til að forða heiminum frá hættulegum loftslagsbreytingum? Svandís Svavarsdóttir, alþingismaður, og fleiri. Tryggvi Felixson, ráðgjafi hjá Norðurlandaráði, opnar og stýrir umræðum.

– kl. 14:40 Bætum heilsuna með samstarfi við grannlöndin – tillögur Könbergs
Jóhann María Sigmundsdóttir, alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði, og Guðbjartur Hannesson, alþingismaður og varaforseti Norðurlandaráðs. Geir Oddsson, ráðgjafi hjá Norræna ráðherraráðinu, opnar og stýrir umræðum.

– kl. 15:30 Allt í hring! Lífhagkerfið er framtíðin!
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði. Geir Oddsson, ráðgjafi hjá Norræna ráðherraráðinu, opnar og stýrir umræðum.

– kl. 16:00 Umhverfi og samfélag
Gunnar Hersveinn, heimspekingur

– kl. 16:30 Norrænn málskilningur – skiptir hann máli?
Björg Eva Erlendsdóttir, formaður Norræna félagsins í Reykjavík.
Úlfar Bragason, rannsóknarprófessor, Pernille Folkman, danskur lektor við HÍ og Gro-Tove Sandsmark, norskur lektor, ræða við fundargesti um mikilvæg kennslu og kunnáttu í skandinavískum tungumálum.

– kl. 17:00 100 ára kosningaafmæli á Íslandi og í Danmörku [í sal Norræna hússins]
Konur fagna 100 ára afmæli kosningaréttar í ár, bæði í Danmörku og á Íslandi. Í tilefni þess boða Norðurlönd í fókus til opins fundar í Norræna húsinu á Fundur fólksins 11. – 13. júní 2015, föstudaginn 12. júní kl. 17-18:30.
Fram koma: Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar í Reykjavík, dr. Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands, Leonora Christina Skov, rithöfundur, Gerður Kristný, rithöfundur. Fundarstjóri: Charlotte Bøving, leikkona og leikstjóri.
Fundurinn er haldinn í samvinnu við danska sendiráðið á Íslandi og Reykjavíkurborg.

– kl. 20:00-22:00
Á norrænum nótum
Aðalsteinn Ásberg og Ása Aðalsteinsdóttir syngja norræn vísnalög
Söngur og spé
Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir syngja norræna slagara.

Laugardagur 13. júní kl. 12-22

– kl. 13:00-15:00 Norrænt menningarmót
Fulltrúar frá öllum norrænu löndunum, íslenskir og norrænir, segja gestum frá lífi sínu og áhugamálum (sem tengist tilteknu norrænu landi) og taka með sér persónulega muni.

– kl. 15:00 Gjörningur í minningarlundi um fórnarlömbin í Utøya.
Þorvaldur S. Þorvaldsson, Bogi Ágústsson og Una Hildardóttir.

Ahugið: Dagskráin er lifandi og fleiri dagskrárliðir gætu bæst við á næstu dögum.

Heildardagskrá viðburðarins má sjá hér:
http://nordichouse.is/is/event/fundur-folksins/

Grindavíkurdeild endurvakin á Norrænum degi

Laugardaginn 15. nóvember nk. verður Norrænn dagur í Kvikunni. Glæsileg dagskrá verður allan daginn með ljóðasmiðju, málþingi og ljóða- og vísnakvöldi. Dagskráin er þannig:

Kl. 10:00-12:00 Ljóðasmiðja
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson skáld heldur hraðnámskeið í nútíma ljóðagerð.
Farið yfir helstu atriði sem hafa ber í huga og lauflétt verkleg kennsla fyrir byrjendur og lengra komna. Aðgangur ókeypis.
Ljóðasmiðjan er ætluð fólki frá 15 ára aldri, en fjöldi þátttakenda takmarkaður og því nauðsynlegt að skrá sig á netfangið thorsteinng@grindavik.is, í síðasta lagi 13. nóvember kl. 16:00.
Kl. 14:00 Tækifæri í Norrænni samvinnu – Málþing og Norræn deild í Grindavík endurvakin
Kvikan, Grindavíkurbær og Norræna félagið á Íslandi standa að málþingi um mikilvægi Norræns samstarfs, tækifæri og möguleika í norrænu samstarfi. Að málþingi loknu verður deild Norræna félagsins í Grindavík endurvakin.
Stjórnandi: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.

Dagskrá:
1. Norrænt samstarf
Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, formaður Norræna félagsins á Íslandi og deildar-stjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, fer yfir helstu þætti í Norrænu samstarfi, tilgang þess og helstu verkefni.
2. Styrkjamöguleikar til menningarmála á Norðurlöndum
Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, formaður Norræna félagsins.
3. Starfsemi Norræna félagsins á Íslandi bæði innanlands og á norrænum vettvangi
Ásdís Eva Hannesdóttir og Ragnheiður H. Þórarinsdóttir formaður Norræna félagsins.
4. Deild Norræna félagsins í Grindavík endurvakin
Kristín Pálsdóttir fer yfir sögu deildar Norræna félagsins í Grindavík og í kjölfarið verður starfsemi hennar endurvakin.
Léttar veitingar. Allir velkomnir.
Kl. 17:00 Norrænt Ljóða- og vísnakvöld í tali og tónum
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur og tónlistarmaður flytur lög og ljóð frá Norðurlöndunum
Satu Takkinen frá Piteå, vinabæ Grindavíkur í Svíþjóð, flytur frumsamin ljóð og lög.
Halldór Lárusson bæjarlistamaður og fleira tónlistarfólk tengt Norðurlöndunum.
Aðgangur ókeypis.

Morrinn og múmínálfarnir

Norræna bókasafnavikan
Norræna bókasafnavikan

Café Lingua verður með norrænu yfirbragði fimmtudaginn 13. nóvember. Múmínálfarnir, Morrinn og Tove Jansson verða í brennidepli og mun kaffið fara fram á skandinavísku í Norræna húsinu kl. 17-18.

• Hildur Ýr Ísberg flytur fyrirlestur kynhlutverk í bókum Jansson
• Malin Barkelind les kafla úr bókinni „Pappan och havet“.
• Gestir geta tekið þátt í getrauninni „Mummitroldene og deres nordiske venner“ og boðið verður upp á veitingar í anda Múmínmömmu.
• Í Barnahelli Norræna hússins er hægt að skoða sýningu tileinkaða Tove Jansson og Múmínálfunum.

Umsjón Café Lingua er að þessu sinni í höndum Norræna hússins, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur auk dönsku, norsku og sænsku við Háskóla Íslands. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.

Dagskrá um norrænar verðlaunabækur

Jórunn Sigurðardóttir
Jórunn Sigurðardóttir

Velkomin á fyrirlestur Jórunnar Sigurðardóttur um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fimmtudaginn 20. nóvember, kl. 12 – 13 í Norræna húsinu.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa nú verið ahent í rúmlega hálfa öld. Þann 29. október síðastliðinn tók Finninn Kjell Westö við verðlaununum fyrir bók sína Hägring 38 eða Tálsýn 38 við hátíðlega athöfn í Bláa salnum í Ráðhúsi Stokkhólms.

Við sama tækifæri voru öll önnur verðlaun Norðurlandaráðs einnig afhent, þeirra á meðal Barna – og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs öðru sinni og féllu þau nú í hlut Norðmannanna Håkons Övreås og Öyvinds Torseter, höfunda texta og mynda í skáldsögunni Brune eða Brúni.

Jórunn Sigurðardóttir útvarpskona segir frá verðlaunabókunum og ýmsu öðru í tengslum við verðlaunin og val verðlaunabóka í gegnum tíðina en Jórunn hefur fylgst með tilnefningum bóka til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í tæpa tvo áratugi.

Dagskráin er í boði Norræna félagsins og  fellur undir Norræna bókasafnaviku.

Norræna bókasafnavikan

NBV2014Norræna bókasafnavikan fer fram á um tvö þúsund bókasöfnum og stofnunum á öllum Norðurlöndum 10.-16. nóvember.

Ríflega íslensk 120 almennings- og skólabókasöfn eru skráð til þátttöku.

Þema ársins er Tröll á Norður-
löndum
og á dagskrá eru upplestrar, fyrirlestrar og annað sem tengist því.

Kynnið ykkur dagskrá bókasafnavikunnar á ykkar bókasafni!

Myndskreyting ársins er eftir Brian Pilkington.

Dagskrá um drápu drottningar

thorarinn
Þórarinn Eldjárn. Mynd fengin af vefsíðu Forlagsins

Þórarinn Eldjárn rithöfundur flutti Margréti Þórhildi Danadrottningu frumsamda drápu, „Margrétarlof“, við hátíðlega dagskrá í Amalíuborgarhöll í maí síðastliðnum.

Þórarinn mun segja frá formi kvæðisins, hefðinni og að lokum flytja drápuna í dagskrá sem haldin verður í bókasafni Norræna hússins þann 28. október kl. 12 -13.

Dagskráin er í boði Norræna félagsins.