Aðalfundur Norræna félagsins í Reykjavík

Boðað er til aðalfundar í Norræna félaginu í Reykjavík, fimmtudaginn 12. mars kl. 17:30. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Norræna félagsins, að Óðinsgötu 7, við Óðinstorg í Reykjavík.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður á fundinum borin upp tillaga um að félagið taki þátt í sameiningu 2-4 félagsdeilda Norræna félagsins á höfuðborgarsvæðinu og verði hún samþykkt, verður stjórnarkjöri frestað til framhaldsaðalfundar, sem áætlaður er 2. apríl nk.

Dagskrá aðalfundarins verður sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um störf og fjárhag félagsdeildarinnar.
3. Tillaga um sameiningu félagsins við tvær til fjórar félagsdeildir Norræna félagsins á höfuðborgarsvæðinu:
“ Aðalfundur NFR samþykkir að taka þátt í fyrirhugaðri sameiningu tveggja til fjögurra félagsdeilda Norræna félagsins á höfuðborgarsvæðinu og leggja félagatal og eignir félagsdeildarinnar til hinnar nýju, sameinuðu félagsdeildar.“
4. Tillaga um frestun kosninga til embætta félagsins og boðun aukaaðalfundar:
„Aðalfundur samþykkir að boða til aukaaðalfundar, fimmtudaginn 2. apríl kl. 19:00 þar sem tekin verði endanleg afstaða til sameiningar félagsdeildarinnar við aðrar félagsdeildir Norræna félagsin á höfuðborgarsvæðinu og felur formanni að undirbúa tillögur að nýrri stjórn og nýju nafni hins sameinaða félags, í samráði við formenn annarra félagsdeilda sem taka munu þátt í sameiningunni. Kjöri formanns, stjórnar og skoðunarmanna félagsdeildarinnar er vísað til komandi aukaaðalfundar, eða hinnar nýju sameinuðu félagsdeildar.“
5. Önnur mál.

Rétt til setu og þátttöku á aðalfundinum hafa þeir sem greitt hafa árgjald 2019 til Norræna félagsins. Hægt er að ganga í félagið á meðfylgjandi slóð: http://bit.ly/2MGjx9D

F.h. stjórnar NFR,
Hrannar Björn Arnarsson, formaður.