Aukið samstarf Íslands og Færeyja

Starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins hefur skilað inn skýrslu með 30 tillögum um nánari samskipti Íslands og Færeyja, m.a. á sviði viðskipta, nýsköpunnar, menntunnar og samgangna.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að markmið sé að hrinda þessum tillögum í framkvæmd á næstu árum og renna þannig sterkari stoðum undir samband þjóðanna og á sama tíma skapa forsendur fyrir nýjum og spennandi tækifærum.

Í lokaorðum skýrslunnar leggur starfshópurinn til að stofnað verði til samstarfsráðs milli Íslands og Færeyja, sem m.a. fái það hlutverk að vinna að framgangi tillagnanna. Það er trú hópsins að verði ekki skapaður vettvangur sem fái þá ábyrgð, þá sé til lítils unnið með verki þessu. Of mikil verðmæti eru fólgin í eflingu samskipta þjóðanna til þess að ekki verði unnið ötullega að framgangi þeirra verkefna sem hér eru lögð til.

Skýrsluna má lesa hér, á vef Stjórnarráðsins: https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Utanrikisraduneytid/PDF-skjol/4%20Samskipti%20%C3%8Dslands%20og%20F%C3%A6reyja_WEB.pdf?fbclid=IwAR0HDvlwoXBXo-kSP9YrO8GyE2xFpLTTTDAppMcyFqNJwRAJMORyzXQxZQQ