LÝSA – Norræn dagskrá

Viltu kynnast Norðurlöndunum betur og fræðast um norræna samvinnu? Fylgstu með okkur á LÝSU í ár.

LÝSA verður haldin í höfuðstað Norðurlands, Akureyri, 6. og 7. september og er þetta í fimmta sinn sem hátíðin er haldin. Sem fyrr bjóða Norðurlönd í fókus og Norræna félagið til áhugaverðrar dagskrár með norrænum viðburðum báða dagana, í samvinnu við sendiráð Svíþjóðar á Íslandi, RIFF og formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni bjóðum við ykkur velkomin á Norrænu dagskrána í ár.

Image may contain: 8 people, people smiling, people standing and eyeglasses

Í dagskránni er áhersla lögð á stefnumótun formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni undir yfirskriftinni Ungt fólk á Norðurlöndunum og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Haldnir verða fyrirlestrar og efnt til umræðna meðal annars um fyrstu þúsund daga barnsins, nýja framtíðarsýn í norrænni samvinnu og samvinnu nokkurra sterkustu listahátíða Norðurlandanna. Við bjóðum ykkur í bíó að sjá eina af ferskustu kvikmynd Danmerkur um þessar mundir og fá smjörþefinn af því sem koma skal á RIFF í ár. Og síðast en ekki síst verða tilkynntar tilnefningar til hinna virtu Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.