Norræn fræðsluganga um Bessastaði

Norræna félagið í Reykjavík býður félagsmönnum sínum til Norrænnar fræðslugöngu um Bessastaði, þriðjudaginn 17. september n.k. Prófessor Emeritus Helgi Þorláksson mun leiða gönguna og fræða okkur um staðhætti og sögu svæðisins, en óhætt er að segja, að sögu lands og þjóðar megi á Bessastöðum finna í hverju skrefi.

Við hefjum gönguna við Bessastaðakrikju, kl. 18:00, lítum við á Skansinum og gæjumst m.a. í sögukjallarann á Bessastöðum.

Sögugangan er aðeins ætluð félagsmönnu í Norræna félaginu, en þeir sem ekki eru þegar í félaginu geta gengið í það hér: http://bit.ly/2MGjx9D

Nauðsynlegt er að skrá sig í gönguna á facebook síðu Norræna félagsins í Reykjavík.