Norræna bókmenntavikan Norræn hátíð er 11-17 nóv.

Árlega í viku 46 bjóða Norrænu félögin skólum, bókasöfnum, stofnunum og fyrirtækjum að taka þátt í Norrænu bókmenntavikuna þar sem áhersla er lögð á upplestur og samveru. Þema ársins í ár “Norræn hátíð” er helgað 100 ára afmæli Norrænu félaganna sem voru stofnuð í Svíþjóð, Danmörku og Noregi árið 1919. Þátttaka er ókeypis, eina sem þarf að gera er að skrá sig hér

Bækurnar sem valdar voru í ár endurspegla þema ársins vel í öllum aldurshópum. Í ár bjóðum við upp á þrjú sígild skandinavísk verk. Fyrir börn á aldrinum 5-11 ára höfum við valið vinsælu barnabókina “Pippi firar födelsedag” eftir sænska rithöfundinn Astrid Lindgren. Fyrir unglinga á aldrinum 12-17 höfum við valið Veröld Soffíu, bók sem hefur slegið í gegn um allan heim, eftir norska höfundinn Jostein Gaarder. Að lokum höfum við valið sígildu söguna Gestaboð Babettu eftir danska höfundinn Karen Blixen.

Upplestur fyrir börn og unglinga, Morgunstund, er haldin kl. 9 um morgun. Rökkurstund, upplestur fyrir fullorðna, er haldin kl. 19 um kvöld.

Skráðar stofnanir munu fá aðgang að útdráttum úr upplestrarbókunum áður en bókmenntavikan hefst 11. nóvember og er miðað við að upplestur útdráttanna taki um 30 mínutur hver um sig. Bókmenntavikan stendur yfir til 17. nóvember. Hægt er að skrá sig hér og er skráning ókeypis.

Pippi
Sofies Verden
Babettes
Bækur ársins