Sambandsþingi Norræna félagsins frestað

Sambandsþing Norræna félagsins, sem átti að fara fram 20. nóvember í Reykjavík, hefur verið frestað. Ákvörðunin var tekin í samráði við sambandsstjórn Norræna félagsins og Höfuðborgardeildina, framkvæmdaaðila þingsins. Ástæða er uppgangur Covid-19 og hertar samkomutakmarkanir.

Sambandsstjórn mun senda út nýtt fundarboð með góðum fyrirvara þegar búið er að ákveða nýjan tíma.