Sameining deilda á höfuðborgarsvæðinu

Þann 18.júní var haldinn sögulegur sameiginlegur aðalfundur hjá Norrænu félögunum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Mosfellsbæ og var samþykkt samhljóða um sameiningu þessar félaga. Félagið mun framvegis bera heitið Norræna félagið á höfuðborgarsvæðinu.

Hrannar Björn Arnarsson tók við sem formaður Norræna félagsins á landsvísu á sambandsþingi 2019. Á fundinum í gær lét hann því af störfum sem formaður Reykjavíkurdeildarinnar. Kjörinn var nýr formaður til eins árs og mun Sigrún Einarsdóttir sinna því hlutverki. Nýir stjórnarmeðlimir tóku sæti það eru þeir Tryggvi Felixson, Friðrik Brekkan, Kristján Sveinsson og Valur Brynjar Antonsson en ásamt þeim sitja einnig í stjórn Hildur Helga Gísladóttir og Ann-Sofie Nielsen Gremaud. Varastjórn skipa Erling Kjærbo, Sólveig Skaftadóttir, Oddný Óskarsdóttir og Sighvatur Arnmundsson.

Fráfarandi úr stjórn eru Helgi Þorsteinsson og Sigurður Ólafsson ásamt Maríu Þorgeirsdóttur og Sesselju Guðrúnu Kristjánsdóttur úr varastjórn.

Norræna félagið á höfuðborgarsvæðinu þakkar fráfarandi formanni og stjórn fyrir ötult starf í þágu félagsins og hlökkum við til að halda því góða starfi sem nú þegar er unnið áfram.