Snorri West kynningarfundur

Snorri West verkefnið er einstakt sumarævintýri fyrir íslensk ungmenni á aldrinum 18-28 ára. Um er að ræða 4 vikna ævintýraferð um Íslendingaslóðir í Vesturheimi og í ár mun hópurinn m.a. ferðast um Minnesota og taka þátt í Íslendingahátíðum í Norður-Dakóta og Gimli.

Þann 13.febrúar kl. 17 mun fara fram kynningarfundur um verkefnið, ferðatilhögun og umsóknarferli í húsnæði Norræna félagsins að Óðinsgötu 7.

Við hvetjum alla áhugasama til þess að mæta.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðunni http://www.snorri.is