Norræna félagið rækir ýmis verkefni.

Nordjobb miðlar sumarvinnu, húsnæði og tómstundadagskrá á hinum Norðurlöndunum til ungmenna á aldrinum 18-28 ára. www.nordjobb.org

Halló Norðurlönd veitir hagnýtar upplýsingar um flutning milli Norðurlandanna.
www.hallonorden.org

Snorraverkefnin gefa Vestur-Íslendingum kost á að grafa upp rætur sínar á Íslandi.
www.snorri.is

Norræna bókasafnavikan býður upp á upplestur og aðra bókmenntatengda dagskrá á bókasöfnum og stofnunum.
www.bibliotek.org

Norden i Skolen er samnorræn heimasíða sem inniheldur margvíslegt fræðsluefni fyrir skóla á Norðurlöndunum,  annars vegar um tungumál & menningu, hins vegar um loftslag & náttúru.  http://nordeniskolen.org/is