Matarsóunarverkefni Norden i Skolen

Samnorræna skólasíðan, Norden i Skolen, starfrækir spennandi verkefni fyrir skóla á Norðurlöndunum undir yfirskriftinni „Baráttan gegn matarsóun“.

Kennarar geta skráð bekki til leiks á heimasíðu Norden i Skolen og gengur verkefnið út á að hver bekkur vigti matarleifar sínar í eina kennsluviku með það að markmiði að draga úr matarsóuninni dag frá degi.

Á heimasíðunni getur einnig að líta nýtt námsefni frá Norden i Skolen undir yfirskriftinni „Auðlindir og hráefni“. Þemað inniheldur spennandi og fróðlega texta um landbúnað, skógrækt, fiskveiðar og búfjárrækt ásamt verkefnum.

Screen Shot 2015-12-02 at 11.22.34