Nordjobb – opið fyrir umsóknir 2016!

Nordjobb er samnorrænt verkefni sem útvegar ungu fólki á aldrinum 18-28 ára sumarvinnu og húsnæði á hinum Norðurlöndunum, ásamt því að skipuleggja fjölbreytta tómstunda- og menningardagskrá fyrir Nordjobbara í hverju landi fyrir sig.
 
Fjöldi íslenskra ungmenna fær sumarvinnu á vegum Nordjobb ár hvert, en einnig hefur verið vinsælt meðal íslenskra atvinnurekenda að taka á móti hressum ungmennum frá hinum Norðurlöndunum.

Nordjobb gerir ungu fólki kleift að kynnast tungumáli og menningu nágrannalanda, öðlast nýja reynslu og víkka sjóndeildarhringinn. Með því að ráða Nordjobbara frá Norðurlöndunum stuðla atvinnurekendur að því að efla tengslin milli frændþjóðanna og veita ungu fólki einstakt tækifæri.

Umsóknartímabilið í Nordjobb er 5. janúar – 31. maí 2016. 

Hægt er að sækja um heimasíðu Nordjobb: http://nordjobb.org/is/.

Umsókn Nordjobbara: http://nordjobb.org/is/ansoekare/ansoekningsformulaer

Umsókn atvinnurekanda: http://nordjobb.org/is/arbetsgivare/registrera-arbetsplats.

Vakni spurningar í tengslum við Nordjobb má senda póst á netfangið island@nordjobb.org eða reykjavik@nordjobb.org.