AÐALFUNDUR NORRÆNA FÉLAGSINS Í REYKJAVÍK

Norræna félagið í Reykjavík boðar til aðalfundar  í húsin Norræan félagsins að Óðinsgötu 7, miðvikudaginn 11. apríl kl. 17.00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður haldinn framhaldsaðalfundur ársins 2017 og lagðir fram til samþykktar tvennir ársreikningar.

Dagskrá aðalfundar og framhaldsaðalfundar:

Kosning fundarstjóra og ritara.

Skýrsla formanns fyrir 2017.

Starfsáætlun 2018 – 2019.

Höfuðborgarmót, fullveldisár og undirbúningur að ferð Norræna félagsins í Reykjavík til Grænlands.

Skýrsla gjaldkera um fjárhag félagsins.

Ársreikningar 2016 og 2017, áritaðir af félagslegum endurskoðanda, lagðir fram.

Kosning formanns, kosning stjórnar og varastjórnar.

Önnur mál.

Léttar veitingar – ný stjórn boðin velkomin og sú gamla kvödd með virktum.

Hér að neðan er vísað í lög félagsins, sem við höfum farið frjálslega með einkum hvað varðar fjölda stjórnarmanna og tíðni kosninga. Nú háttar þannig til að kjósa skal alla stjórn félagsins, því þar hefur ekki verið endurnýjun síðustu árin. Svo ekki hika við að bjóða ykkur fram í formann/varaformann/ritara/gjaldkera og hvaðeina. Það er svo samkvæmt lögunum, stjórnarinnar sjálfrar að ákveða hvað stærð sína. Við getum kastað á milli hugmyndum um það hvort ástæða sé til að breyta stærð stjórnar, stækka/minnka, eða skipta upp í fleiri einingar.

Bestu kveðjur, bráðum útrunninn formaður, Björg Eva.

 

8. gr.

Aðalfundur félagsdeilda skal haldinn fyrir lok júní ár hvert og boðaður með minnst sjö daga fyrirvara. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.

Aðalfundur starfar samkvæmt eftirfarandi dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og ritara.
2. Skýrsla stjórnar um störf og fjárhag félagsdeildarinnar.
3. Kosning formanns til tveggja ára þegar við á.
4. Kosning stjórnar, varastjórnar og endurskoðenda fyrir næsta starfsár, sbr. 9. gr.
5. Kosning fulltrúa og varamanna á sambandsþing samkvæmt 14.gr.
6. Önnur mál.

9. gr.

Stjórn félagsdeildar skipa a.m.k. 3 aðalmenn og 1 varamaður.
Kjósa skal helming meðstjórnenda árlega og alla varamenn.
Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum.

14. gr.

Fulltrúar félagsdeilda á sambandsþing skulu kosnir á síðasta aðalfundi félagsdeilda fyrir þingið. Tilkynning um kjör fulltrúa skal send sambandsstjórn eigi síðar en í lok ágúst.

Kjósa skal einn fulltrúa og einn varafulltrúa fyrir hverja 100 félaga í félagsdeild eða byrjað 100 allt að 500 félögum og eftir það einn fulltrúa og einn varafulltrúa fyrir hver byrjuð 400.

Einungis aðalfulltrúi hefur atkvæðisrétt á sambandsþingi eða varamaður í forföllum hans að því tilskyldu að stjórn viðkomandi félagsdeildar hafi tilkynnt skrifstofu félgasins nöfn aðal- og varafulltrúa minnst viku fyrir þing. Hver fulltrúi fer með eitt atkvæði.

Formaður ásamt aðal- og varafulltrúum í sambandsstjórn hafa atkvæðisrétt á sambandsþingi.

Starfsmenn félagsins og félagsmenn sem ekki eru kjörnir fulltrúar hafa rétt til setu á sambandsþingi með málfrelsi og tillögurétt.

Framboð til sambandsstjórnar og formanna nefnda skal tilkynna uppstillingarnefnd með sannanlegum hætti a.m.k. 7 dögum fyrir sambandsþing.

Sambandsþing getur kjörið heiðursfélaga Norræna félagsins að fengnum tillögum sambandsstjórnar.