Fréttir af Sambandsþingi Norræna félagsins 2017

Sambandsþing Norræna félagsins var haldið í Garðabæ 18. nóvember s.l. Þingið var sótt af rúmlega 30 þingfulltrúum. Auk hefðbundinna þingstarfa þá ávarpaði Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar þingið og Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra og formaður í Eystrasaltsráði 2016-2017 hélt erindi.

Hluti sambandsstjórnar

Bogi Ágústsson var endurkjörinn formaður Norræna félagsins. Auk Boga voru þau Kristján Sveinsson, Birna Bjarnadóttir, Jóngeir Hlinason, Birgit Schov, Erna Sveinbjarnardóttir, Hjördís Hjartardóttir og Sigurður Jónsson kosin í sambandsstjórn.

Í framkvæmdaráði sitja auk Boga Ágústssonar formanns, Kristján Sveinsson varaformaður, Birna Bjarnadóttir gjaldkeri og Jóngeir Hlinason ritari.

 

 

Markmið Norræna félagsins er að efla norrænt samstarf á öllum sviðum samfélagsins, efla frið Norðurlandaþjóðanna sín á milli og þeirra og annarra þjóða út á við.

Glæsileg skemmtiatriði

Norræna félagið vinnur að markmiðum sínum með því að stuðla að samskiptum milli einstaklinga, félagsdeilda og byggðarlaga og við systurfélög sín á Norðurlöndum innan vébanda Sambands Norrænu félaganna (Foreningerne Nordens Forbund, FNF).

Mjög vel var staðið að öllum undirbúningi af hálfu deildar Norræna félagsins í Garðabæ, safnaðarheimili Vídalínskirkju glæsilegur fundarstaður og viðurgjörningur hinn besti og skemmtu menn sér vel að afloknum hefðbundnum þingstörfum.

 

Næsta sambandsþing verður í Fjallabyggð haustið 2019.