Fundur fólksins í Norræna húsinu 11. – 13. júní 2015

 Norræna félagið í Reykjavík og Norðurlönd í fókus verða með dagskrá í Norræna tjaldinu á  Fundi fólksins, 11.-13. júní við Norræna húsið. 

Kíkið í spjall um norrænt samstarf, fáið upplýsingar og njótið veglegrar dagskrár alla fundardagana!

DAGSKRÁ Í NORRÆNA TJALDINU Á FUNDI FÓLKSINS

Fimmtudagur 11. júní frá kl. 12-22

– kl. 15:00 Daglegt líf án eiturefna!
Elín Hirst, alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði, og Brynhildur Pétursdóttir, alþingsmaður og varafulltrúi í Norðurlandaráði. Heiðrún Guðmundsdóttir, ritari Norræna efnahópsins (NKG), opnar og stýrir umræðum.

– kl. 15:40 Að læra allt lífið á Norðurlöndunum!
Valgerður Gunnarsdóttir, alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði, Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður. Sigrún Kristín Magnúsdóttir, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Norræna tengslanetinu um nám fullorðinna, opnar og stýrir umræðum.

Föstudagur 12. júní frá kl. 12-22

– kl. 14:00 Geta Norðurlöndin reddað heiminum frá loftslagshörmungum?
Hvað geta 26 milljónir Norðurlandabúar gert til að forða heiminum frá hættulegum loftslagsbreytingum? Svandís Svavarsdóttir, alþingismaður, og fleiri. Tryggvi Felixson, ráðgjafi hjá Norðurlandaráði, opnar og stýrir umræðum.

– kl. 14:40 Bætum heilsuna með samstarfi við grannlöndin – tillögur Könbergs
Jóhann María Sigmundsdóttir, alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði, og Guðbjartur Hannesson, alþingismaður og varaforseti Norðurlandaráðs. Geir Oddsson, ráðgjafi hjá Norræna ráðherraráðinu, opnar og stýrir umræðum.

– kl. 15:30 Allt í hring! Lífhagkerfið er framtíðin!
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði. Geir Oddsson, ráðgjafi hjá Norræna ráðherraráðinu, opnar og stýrir umræðum.

– kl. 16:00 Umhverfi og samfélag
Gunnar Hersveinn, heimspekingur

– kl. 16:30 Norrænn málskilningur – skiptir hann máli?
Björg Eva Erlendsdóttir, formaður Norræna félagsins í Reykjavík.
Úlfar Bragason, rannsóknarprófessor, Pernille Folkman, danskur lektor við HÍ og Gro-Tove Sandsmark, norskur lektor, ræða við fundargesti um mikilvæg kennslu og kunnáttu í skandinavískum tungumálum.

– kl. 17:00 100 ára kosningaafmæli á Íslandi og í Danmörku [í sal Norræna hússins]
Konur fagna 100 ára afmæli kosningaréttar í ár, bæði í Danmörku og á Íslandi. Í tilefni þess boða Norðurlönd í fókus til opins fundar í Norræna húsinu á Fundur fólksins 11. – 13. júní 2015, föstudaginn 12. júní kl. 17-18:30.
Fram koma: Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar í Reykjavík, dr. Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands, Leonora Christina Skov, rithöfundur, Gerður Kristný, rithöfundur. Fundarstjóri: Charlotte Bøving, leikkona og leikstjóri.
Fundurinn er haldinn í samvinnu við danska sendiráðið á Íslandi og Reykjavíkurborg.

– kl. 20:00-22:00
Á norrænum nótum
Aðalsteinn Ásberg og Ása Aðalsteinsdóttir syngja norræn vísnalög
Söngur og spé
Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir syngja norræna slagara.

Laugardagur 13. júní kl. 12-22

– kl. 13:00-15:00 Norrænt menningarmót
Fulltrúar frá öllum norrænu löndunum, íslenskir og norrænir, segja gestum frá lífi sínu og áhugamálum (sem tengist tilteknu norrænu landi) og taka með sér persónulega muni.

– kl. 15:00 Gjörningur í minningarlundi um fórnarlömbin í Utøya.
Þorvaldur S. Þorvaldsson, Bogi Ágústsson og Una Hildardóttir.

Ahugið: Dagskráin er lifandi og fleiri dagskrárliðir gætu bæst við á næstu dögum.

Heildardagskrá viðburðarins má sjá hér:
http://nordichouse.is/is/event/fundur-folksins/