Grænland og Ísland — vinir og samherjar í norðrinu

KALAK, vinafélag Íslands og Grænlands, boðar til opins fundar í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn, laugardaginn 1. apríl klukkan 14. Yfirskrift fundarins er „Grænland og Ísland — vinir og samherjar í norðrinu“ og mun Bogi Ágústsson, formaður Norræna félagsins, stýra umræðum. Setningarávarp flytur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Allir eru velkomnir á fundinn á laugardag. Gestir eru hvattir til að nota tækifærið og gerast styrktarfélagi í KALAK, en söfnun nýrra félaga stendur nú yfir. Árgjald í KALAK er 5.000 krónur og er hægt að skipta greiðslunni.

Nánari upplýsingar veita Stefán Herbertsson formaður KALAK í síma 8986311 og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK í síma 763 1797.

Frekari upplýsingar um fundinn og mælendur er að finna á heimasíðu Kalak.