Grindavíkurdeild endurvakin á Norrænum degi

Laugardaginn 15. nóvember nk. verður Norrænn dagur í Kvikunni. Glæsileg dagskrá verður allan daginn með ljóðasmiðju, málþingi og ljóða- og vísnakvöldi. Dagskráin er þannig:

Kl. 10:00-12:00 Ljóðasmiðja
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson skáld heldur hraðnámskeið í nútíma ljóðagerð.
Farið yfir helstu atriði sem hafa ber í huga og lauflétt verkleg kennsla fyrir byrjendur og lengra komna. Aðgangur ókeypis.
Ljóðasmiðjan er ætluð fólki frá 15 ára aldri, en fjöldi þátttakenda takmarkaður og því nauðsynlegt að skrá sig á netfangið thorsteinng@grindavik.is, í síðasta lagi 13. nóvember kl. 16:00.
Kl. 14:00 Tækifæri í Norrænni samvinnu – Málþing og Norræn deild í Grindavík endurvakin
Kvikan, Grindavíkurbær og Norræna félagið á Íslandi standa að málþingi um mikilvægi Norræns samstarfs, tækifæri og möguleika í norrænu samstarfi. Að málþingi loknu verður deild Norræna félagsins í Grindavík endurvakin.
Stjórnandi: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.

Dagskrá:
1. Norrænt samstarf
Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, formaður Norræna félagsins á Íslandi og deildar-stjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, fer yfir helstu þætti í Norrænu samstarfi, tilgang þess og helstu verkefni.
2. Styrkjamöguleikar til menningarmála á Norðurlöndum
Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, formaður Norræna félagsins.
3. Starfsemi Norræna félagsins á Íslandi bæði innanlands og á norrænum vettvangi
Ásdís Eva Hannesdóttir og Ragnheiður H. Þórarinsdóttir formaður Norræna félagsins.
4. Deild Norræna félagsins í Grindavík endurvakin
Kristín Pálsdóttir fer yfir sögu deildar Norræna félagsins í Grindavík og í kjölfarið verður starfsemi hennar endurvakin.
Léttar veitingar. Allir velkomnir.
Kl. 17:00 Norrænt Ljóða- og vísnakvöld í tali og tónum
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur og tónlistarmaður flytur lög og ljóð frá Norðurlöndunum
Satu Takkinen frá Piteå, vinabæ Grindavíkur í Svíþjóð, flytur frumsamin ljóð og lög.
Halldór Lárusson bæjarlistamaður og fleira tónlistarfólk tengt Norðurlöndunum.
Aðgangur ókeypis.

Leave a Reply