Höfundakvöld í Norræna húsinu, 1. nóvember

Þriðjudaginn 1. nóvember kl. 19:30 verður höfundakvöld með John Ajvide Lindqvist í Norræna húsinu.                

john
Ljósmynd: Mia Ajvide

JOHN AJVIDE LINDQVIST (f. 1968) er sænskur rithöfundur, þekktur fyrir hryllingssögur sínar. Fyrsta bók hans Låt den rätte komma in eða Hleyptu þeim rétta inn kom út árið 2004. Bókin hefur verið þýdd á meira en þrjátíu tungumál og kvikmynd með sama nafni var gerð árið 2008. Í mars 2016 var leikritið Hleyptu þeim rétta inn sett upp í Þjóðleikhúsinu. Nýjasta skáldsagan hans Rörelsen, den andra platsen (2015) færði höfundinum tilnefningu til Augustverðlaunanna sama ár. Í bókinni skoðar höfundurinn mörkin milli þess sanna og ósanna, þess raunverulega og þess yfirnáttúrulega.

Tinna Ásgeirsdóttir stýrir umræðu sem fer fram á sænsku. Viðburðurinn hefst kl. 19:30 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.

Veitingastaðurinn AALTO Bistro í Norræna húsinu selur veitingar fyrir viðburðinn og í hléi.

Allir hjartanlega velkomnir!