Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð: Framtíð almenningsþátttöku

Rannsóknarsetrið EDDA við Háskóla Íslands stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu í samstarfi við Forsætisráðuneytið, Vigdísarstofu og Norræna félagið 27. –29. september 2018 undir yfirskriftinni „Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð: Framtíð almenningsþátttöku“.

Á ráðstefnunni, sem verður haldin við HÍ, verður fjallað um helstu nýjungar í lýðræðiskenningum, en sérstaklega er horft til almenningsþátttöku og hlutdeildar almennings í opinberum ákvörðunum og stefnumótun. Ræddar verða tilraunir til að byggja stjórnarskrárgerð á beinu samráði við almenning á Íslandi og annarsstaðar í heiminum á síðustu árum.

Ráðstefnan er öllum opin eru nánari upplýsingar að finna á vef Háskóla Íslands.

Einnig er hægt að lesa um ráðstefnuna á facebook.