Opinn fundur um formennsku Íslands í Norðurlandaráði 2020

Verður haldinn í húsakynnum Norræna félagsins við Óðinstorg miðvikudaginn 13. nóvember kl 17:00. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Lýðræði, líffræðilegur fjölbreytileiki og norræn tungumál

Ísland mun leiða starf Norðurlandaráðs árið 2020 og á nýliðnu þingi þess í Stokkhólmi voru þingkonurnar Silja Dögg Gunnarsdóttir og Oddný Harðardóttir kjörnar forseti og varaforseti Norðurlandaráðs.

Image may contain: 2 people, people smiling

Á fundi Norrænafélagsins í Reykjavík, 13. nóvember nk. mun nýkjörin forysta Norðurlandaráðs, kynna formennskuáætlun Íslands fyrir árið 2020, en fram hefur komið að þrjú helstu áhersluatriði formennskuáætlunnar Íslands verða lýðræði, líffræðilegur fjölbreytileiki og efld norræn tungumálakennsla.

Á fundinum gefst tækifæri til að rýna betur í hvað liggur að baki þessum áhersluatriðum og ræða um störf Norðurlandaráðs almennt.

Fundurinn fer fram í húsakynnum Norræna félagsins við Óðinstorg og hefst kl. 17:00. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeypis.

Formennskuáætlunina má nálgast hér

Þeir sem vilja gerast félagsmenn í Norræna félaginu í Reykjavík, geta skráð sig í félagið hér: http://bit.ly/2MGjx9D