Skrifstofan

Skrifstofa Norræna félagsins er staðsett á Óðinsgötu 7, við Óðinstorg, í miðborg Reykjavíkur.

Jafnframt því að vera vinnustaður gegnir skrifstofan ýmist hlutverki félagsheimilis, fundarstofu eða  ráðstefnurýmis. Þar fer einnig fram kennsla auk þess sem stundum eru haldnir tónleikar.  Skrifstofan er skapandi vettvangur fyrir fjölbreytta starfsemi einstaklinga og hópa, sem flestir hverjir hafa aukið samstarf Íslendinga og annarra Norðurlandabúa að leiðarljósi og vilja efla vináttutengsl þeirra á milli. Auk þess eru fjölmargir virkir félagar og félagskjörnir einstaklingar í stjórnum, nefndum og vinnuhópum á vegum Norræna félagsins.

Á skrifstofu Norræna félagsins starfa:

Ásdís Eva Hannesdóttir asdis(hjá)norden.is
Framkvæmdastjóri Norræna félagsins

Umsjón með Norrænu bókmenntavikunni og Norden i skolen                                                                 

Ástrós Signýjardóttir astros(hjá)norden.is & island(hjá)infonorden.org
Verkefnisstjóri Info Norden

Hannes Björn Hafsteinsson hannes(hjá)norden.isisland(hjá)nordjobb.org
Verkefnisstjóri Nordjobb

Pála Hallgrímsdóttir pala(hjá)snorri.is 
Verkefnisstjóri Snorraverkefnanna