Velkomin á Norræna bókmenntaviku 2021 þann 15.-21. nóvember

Draumar og þrár á Norðurlöndunum

Í ár býður Norræn bókmenntavika börnum og fullorðnum á upplestrarviðburði þar sem þemað er draumar og þrár. Aukin fjarlægð og lokuð landamæri hafa verið einkennandi undanfarið. Það sem getur sameinað fólk yfir landamæri er einmitt draumar og þrár.Það sem okkur dreymir um og það sem við þráum getur verið óendanlega ólíkt, en tilfinningarnar eru þær sömu.Bókmenntir hafa alltaf getað hjálpað okkur að láta hugann reika, eitthvað sem hefur kannski verið sérstaklega mikilvægt á tímum heimsfaraldurs. Þess vegna boðar norræn bókmenntavika í ár til samræðna um einmitt drauma og þrár.

Draumar og þrár í upplestrarbókum ársins


Draumar og þrár er mikilvægt þema í upplestrarbókum ársins. Í morgunstundinni fá börnin að hlusta á Pärlfiskaren eftir Karin Erlandsson. Samvkæmt þjóðsögunni þarf sá sem finnur þennan augastein aldrei lengur að þrá eftir neinu. Í rökkurstund fá fullorðnir hlustendur að heyra hina sígildu sögu Katrina eftir Sally Salminen. Við fáum að kynnast hinni ungu Katrinu sem freistast til að giftast ungum fátækum sjómanni þegar hann dregur upp fegraða mynd af framtíð þeirra. Saga Katrinar er kröftug frásögn af örlögum kvenmanns á Álandseyjum, sem margir hafa lesið og unnað gegnum árin.

Álandseyjar 100

Í ár hafa verið valdar upplestrarbækur frá Álandseyjum, til að vekja athygli á hundrað ára afmæli sjálfsstjórnarinnar á Álandseyjum. Afmælishátíðin hefst þann 9. júní 2021 og varir í heilt ár. Í 46. viku verður Norræn bókmenntavika hluti af þessari hátíð, þegar bækur og höfundar sem tengjast Álandseyjum verða lesin á og fyrir utan Norðurlöndin. 

Eins og alltaf verður Norræn bókmenntavika haldin í nóvember, á myrkasta tímabili á Norðurlöndum. Grunnhugmyndin er einföld: við tendrum ljós og lesum saman bók.
Við vonum að bókmenntavikan í ár muni hvetja til þátttöku meðal áheyrenda og vekja áhuga meðal þeirra til að skipuleggja fleiri viðburði í kringum upplesturinn.