FRÆÐSLUFERÐ DANSK – ÍSLENSKA FÉLAGSINS OG FEB

Verið er að undirbúa ferð til Danmerkur á vegum Dansk – íslenska félagsins og FEB. Ferðadagar eru 15.- 20. ágúst 2017, flogið er til og frá Billund. Með fyrirvara um næga þátttöku en áætlaður fjöldi er 20-30 manns. Áætlað verð er 135.000 ISK.

Drög að dagskrá

Hópurinn sóttur á flugvöllinn í Billund og ekið á gististað. Þar er tekin áning áður en lengra er haldið. Hópurinn er með rútu allan tímann.

Dagur 1. Ferð til Jelling þar sem skoðaður er rúnasteinn við Jellingkirkju og tveir haugar sem eru sagðir haugar Gorms hins gamla af Danmörku og konu hans Thyru. Hann var við völd 936- 958. Frá Gormi má rekja dönsku konungsættina. Sonur hans er Haraldur blátönn. Safnið sem er rétt við Jellingkirkju skoðað. Safnið er með allri nýjustu tækni um að sjá hvernig leiðir víkinga og búseta þeirra var á öldum áður auk mikils annars fróðleiks s.s. ættir frá Gormi til dagsins í dag.

Dagur 2. Menningarborgin Arhus. Farið þar um slóðir merkra sagnamanna og fengin leiðsögn af heimamönnum. Dagurinn allur.

Dagur 3. Skoðunarferð til Skagen.

Dagur 4. Haldið til Hedeby í Slesvik Holstein í Þýskalandi. Þar eru miklar víkingaminjar og mjög margt að skoða. Til dæmis var grafið þar upp skip sem var grafreitur. Á leiðinni verður sagt frá fornminjum á leiðinni s.s. Hervejen og fleiri stöðum s.s. Danavirki. Tekur daginn með akstri inn í Slesvik.

Dagur 5. Heimferðardagur en flugið er kl. 14.40. Örfá sæti í boði fyrir félagsmenn Norræna félagsins. Skráning og frekari upplýsingar hjá Páli Skúlasyni, formanni Dansk – íslenska félagsins, í síma 5520868 fyrir lok mars.