Hrunið, endurreisnin og Norðurlöndin – vinir í raun, eða hvað?

Hrunið, endurreisnin og Norðurlöndin – vinir í raun, eða hvað?

Opinn fundur, Norræna félagsins í Reykjavík 3 október kl 17.00, Óðinsgötu 7

Image may contain: 2 people, text

Opinn fundur, Norræna félagsins í Reykjavík þar sem Svein Harald Øygard, fyrrum seðlabankastjóri og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og fyrrum fjármálaráðherra segja frá upplifun sinni af þessum örlagaríku tímum og hvort og þá hvernig norrænt samstarf skipti þar einhverju máli.
Svein Harald hefur nýverið skrifað bók um veru sína í seðlabankanum, íslenska efnahagshrunið og endurreisnina sem kemur út á íslensku 1. október undir heitinu Í víglínu íslenskra fjármála.
Fundurinn fer fram í húsnæði Norræna félagsins, Óðinsgötu 7, við Óðinstorg og hefst kl. 17:00. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Þeir sem ekki eru félagsmenn í Norræna félaginu í Reykjavík, geta skráð sig í félagið hér: http://bit.ly/2MGjx9D