Hvað varð um norræna traustið?

Kórónaveirufaraldurinn hefur virkað sem vekjaraklukka á norræna samvinnu. Á óvissutímum er það venja að hver og einn lítur sjálfum sér næst og hefur veikleiki norrænnar samvinnu kristallast í skorti á samræmdum aðgerðum stjórnvalda. En þetta er ekki í fyrsta skipti því það var einnig raunin í flóttamannakrísunni haustið 2015.

Traust milli manna og traust á stjórnvöldum hefur verið eitt af grunngildum norrænns samfélags og verið einkennandi fyrir löndin. Samkvæmt skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar frá árinu 2017 er traust gull Norðurlanda. Traust norrænna íbúa á stjórnvöld síns lands eru svo sannarlega fyrir hendi og hefur berlega komið í ljós frá því Covid – 19 faraldurinn braust út en um leið hefur skortur á trausti milli íbúa og stjórnvalda Norðurlandanna orðið áberandi.

Ummæli stjórnmálamanna og annarra sem koma að opinberum ákvörðunum, svo ekki sé minnst á skoðanaskipti á samfélagsmiðlum er dapurleg lesning og fjarvera norrænnar samvinnu áberandi.

Hvernig byggjum við upp traust og samheldni aftur

Forsætisráðherrar Norðurlanda kynntu haustið 2019 nýja framtíðarsýn sem þeir ásamt Norrænu ráðherranefndinni unnu og gildir til ársins 2030. Framtíðarsýnin um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og best samþætta svæði heims var vissulega kynnt fyrir kórónuveirufaraldurinn en engu að síður er vert að rifja upp þrjár meginstoðir hennar.

  1. Græn Norðurlönd. Saman ætlum við að greiða fyrir grænum umskiptum í samfélögum okkar og vinna að kolefnishlutleysi og sjálfbæru hringrásarhagkerfi og lífhagkerfi.
  2. Samkeppnishæf Norðurlönd. Saman ætlum við að efla grænan hagvöxt á Norðurlöndum, byggðan á þekkingu, nýsköpun, hreyfanleika og stafrænni samþættingu.
  3. Félagslega sjálfbær Norðurlönd. Saman ætlum við að efla samfellt svæði án aðgreiningar þar sem jafnrétti ríkir og sem byggist á sameiginlegum gildum og enn öflugri menningarsamskiptum og velferð.

Markmiðin eru í sjálfu sér lofsverð en faraldurinn hefur sýnt fram á mikla bresti í samstarfinu og í dag virkar framtíðarsýnin sem hjómið eitt. Til að hægt sé að endurvekja trú á sameiginleg gildi þarf að styrkja samstarfið víða og ekki síst á sviði umhverfis- og loftslagsmála sem aftur þýðir miklar breytingar á fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar.

Fyrstu breytingarnar á fjárhagsáætlun áranna 2021 – 2024 hafa þegar verið kynntar með niðurskurði til mennta- og menningarmála um 23% sem eiga að færast yfir til umhverfismála.

Niðurskurðurinn á að gerast í skrefum en á þeirri leið minnkar framlag til samstarfs í menningu um allt að 2 miljarða (12 miljónir evra) og menntamála um 750 miljónir (4,7 miljónir evra). Framlag til umhverfismála eykst um 1,2 miljarða (7,2 miljónir evra).

Niðurskurðurinn sem kemur harðast niður á menningarmálum er réttlættur með því að þrátt fyrir hann verður aðaláhersla norrænnar samvinnu áfram menntun og menning. Þetta rímar illa við þá meginstoð framtíðarsýnarinnar um „Félagslega sjálfbær Norðurlönd“ þar sem norræn menning hefur verið eitt helsta sameiningartákn Norðurlanda í yfir 100 ár.

Frá stofnun Norrænu félaganna árið 1919 hafa Norðurlöndin glímt við ýmiss vandamál og áskoranir og nálgast á mismunandi hátt sbr. varnarmál og efnahagsmál en félagslegi þátturinn hefur einkennst af sameiginlegri sögu og sameiginlegri menningu.

Mitt í kórónuveirufaraldrinum er það ekki ákjósanlegt að veikja þær grunnstoðir sem þó halda okkur saman. Ef skilningur og þekking á hvert öðru minnkar getur orðið erfitt að koma sér saman um áherslur á nýjum vettvangi. Framlag til umhverfismála eykst og er það vel en það má ekki gerast á kostnað menningar- og menntamála.

Sú áhætta sem tekin er með minni áherslu á samnorræn mennta- og menningarmál getur haft veruleg áhrif í för með sér og hætta er á að norrænt samstarf verði aldrei samt og það án þess að tryggt sé að samstarf í umhverfis- og loftslagsmálum skili miklu þegar til lengri tíma er litið.

Framtíðarsýn um græn Norðurlönd er mjög metnaðarfull og er það vel. Að sama skapi verður kostnaðurinn mikill og miklu meiri en fjárhagur Norrænu ráðherranefndarinnar ræður við. Ljóst er að til að hægt sé að hrinda verkefnum um grænar lausnir í samgöngum og ferðamáta þarf að koma til auka fjárframlag frá hverju landi fyrir sig.

Sýnin um græn Norðurlönd er langtímamarkmið og verður best náð með samstafi við Norræna fjárfestingabankann og dótturfélag hans Nefco en þar er að finna mikla og farsæla reynslu þegar kemur að fjárfestingum í grænum verkefnum.

Nauðsynlegt er að byggja upp traust milli landanna á ný en til þess að það gerist þarf markvisst að efla sameiginleg verkefni til þess að styrkja norrænt samstarf. Norrænu félögin eru framkvæmdaraðili þriggja mikilvægra verkefna:

  • Nordjobb – (vinnur að því að auka hreyfanleika á norræna vinnumarkaðnum og að auka þekkingu á tungumálum og menningu á Norðurlöndunum meðal ungmenna.)
  • Norden i skolan – (er frír kennsluvefur á 5 tungumálum, sem gefur kennurum og nemendum á Norðurlöndum einstakt fækifæri til að efla skilning barna og ungmenna á Norðurlöndum og nágrannamálunum dönsku, norsku og sænsku.)
  • Norræna bókmenntavikan – (leggur áherslu á að kynna og vekja áhuga á norrænum bókmenntum)

Öll þessi verkefni eru fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni og eru hluti af þriggjablaða smára sem styrkir samskipti Norðurlanda á sviði hreyfanleika, tungumálaskilnings og menningarlæsi. Nú stendur til að Norræna bókmenntavikan verði alveg strikuð út úr fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir árið 2021.

Í stað þess að skera niður fjármagn ætti að styrkja norrænt samstarf á eftirtöldum sviðum:

  • a) Hreyfanleiki á milli landanna sem gefur ungmennum tækifæri til að kynnast nágrannalöndunum á eigin skinni
  • b) Menningar- og menntamál sem hefur mikla þýðingu fyrir einstaka hópa og allan almenning til að hægt sé að ná því markmiði að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæð heims.

Eitt ætti ekki að útiloka annað og því engin ástæða til að framlag til ofangreindra þátta komi niður á umhverfis- og loftslagsmálum.

Norrænt samstarf þarfnast frekari fjármagns en ekki niðurskurðar. Fjármagn Norrænu ráðherranefndarinnar hefur minnkað síðustu áratugi samanborið við vöxt landsframleiðslu norrænu landanna, í raun er fjármagnið helmingi minna nú en það var fyrir nokkrum áratugum.

Vettvangur aukins samstarfs er til staðar. „Norrænu perlurnar“ sem hýsa menningarsamstarf milli landanna s.s. Hanaholmen í Finnlandi, Biskops Anrö í Svíþjóð, Voksenåsen og Lysebu í Noregi og Schæffergården í Danmörku eru tilvalin vettvangur til aukins menningarsamstarfs. Þar að auki eru menningastofnanir Norrænu ráðherranefndarinnar að finna í Reykjavík, Helsinki, Maríuhöfn, Þórshöfn og Nuuk. Norrænu félögin eru með virkar deildir og starfssemi á öllum þessum stöðum.

Það er engin ástæða til að finna upp hjólið á nýtt. Markmiðin eru skýr og í forgangi ætti að vera að byggja upp traust milli Norðurlandanna og Sjálfstjórnarsvæðanna á því sem við eigum sameiginlegt og stuðla að auknum skilningi á því sem skilur okkur að.

Hrannar Björn Arnarsson, formaður Sambands Norrænu félaganna og Norræna félagsins á Íslandi
Marion Pedersen, formaður Norræna félagsins í Danmörku
Åsa Torstensson, formaður Norræna félagsins í Svíþjóð
Juhana Vartiainen, formaður Norræna félagsins í Finnlandi
Rune Mørck Wergeland, formaður Norræna félagsins í Noregi
Turid Christophersen, formaður Norræna félagsins í Færeyjum
Majken Poulsen Englund, formaður Norræna félagsins á Álandseyjum
Jens Kristian Øvstebø, formaður Ungmennasambands Norrænu félaganna

Vart tog den nordiska tilliten vägen?

Det nordiska samarbetet befinner sig på en historiskt låg nivå. De nationella Norden-föreningarna hoppas tilliten kan byggas upp igen utifrån statsministrarnas gemensamma Vision 2030 och kritiserar beslutet att skära ned anslagen för kultur.

Bakgrund

En längre text som ger bakgrund till aktuell samhällsdiskussion. Ämnesval och åsikter är skribentens egna.

För det nordiska samarbetet har coronaviruset varit en väckarklocka. I kristider står enskilda länder i allmänhet sig själva närmast, men icke desto mindre har frånvaron av koordinering varit ett bakslag för den nordiska gemenskapen. Och dessvärre en uppföljning på misslyckandet i samband med flyktingkrisen hösten 2015.

Tillit till varandra och till myndigheter brukar anses höra till de nordiska värderingar som skiljer vår region från de flesta andra. Enligt en rapport (2017) från Nordiska ministerrådet är tillit Nordens guld. Tilliten till de nationella myndigheterna har förvisso varit stark i alla nordiska länder sedan krisen bröt ut, medan tilliten mellan de nordiska länderna, såväl stater som befolkningar, har försvagats kraftigt. Politikers och andra beslutsfattares kommentarer, för att inte tala om diskussionen på sociala medier, har varit dyster läsning och nordisk gemenskap har lyst med sin frånvaro.

Hur skall tilliten byggas upp igen och gemenskapen stärkas?

Statsministrarna beställde 2019 en ny vision för det nordiska samarbetet 2030, som de nordiska samarbetsministrarna och Nordiska ministerrådet utarbetat i år. Visionen, som syftar till att Norden skall vara världens mest integrerade och socialt hållbara region 2030, presenterades före coronakrisen och har tre grundpelare: Ett grönt Norden (en grön omställning av samhället som bygger på koldioxidneutralitet och en hållbar cirkulär och biobaserad ekonomi), ett konkurrenskraftigt Norden (grön tillväxt baserad på forskning, innovation, mobilitet och digital integration) och ett socialt hållbart Norden (en inkluderande, jämställd och sammanhängande region med gemensamma värderingar och stärkt kulturutväxling och välfärd).

Målsättningen är självfallet lovvärd, men krisen har visat att det finns stora brister i samarbetet och visionens mål ter sig avlägsna. För att visionen skall bli verklighet krävs stärkt samarbete i miljö- och klimatfrågor och det betyder i praktiken stora omfördelningar i den officiella nordiska samarbetsbudgeten.

De första åtgärderna har redan skrivits ner i budgetplanerna för 2021–24 och visar att kultur- och utbildningsområdet nedprioriteras. Enligt förslaget skall 23 procent av anslagen för det nordiska kultursamarbetet avskaffas och fördelas på miljöprojekt i stället. Särskilt skrivningen om ett socialt hållbart Norden rimmar illa med planerna på att spara in på kulturområdet som sedan över 100 år tillbaka betraktas som den nordiska gemenskapens sammanhållande kitt.

Sedan Föreningarna Norden (i Danmark, Norge och Sverige) grundades 1919 har de nordiska länderna ibland stått i olika läger och valt olika (säkerhetspolitiska och ekonomiska) lösningar, men den folkliga sammanhållningen och solidariteten har byggt på en gemensam historisk och kulturell bakgrund.

I sviterna av coronakrisen är det inte motiverat att försvaga det sammanhållande kittet. Utan kunskap om och förståelse för varandra är det svårt att effektivera samarbetet på nya områden. Miljö- och klimatsamarbetet skall naturligtvis stärkas, men det får inte ske på bekostnad av kultur och utbildning.

Risken är stor att vi får se åtgärder som skadar kultur- och utbildningsområdet rejält, men som innebär liten eller ingen långsiktig nytta på miljö- och klimatområdet.

Gemensamma nordiska gröna lösningar inom transport och infrastruktur kan hur som helst inte genomföras inom ramen för den officiella nordiska samarbetsbudgeten som går på drygt 129 miljoner euro (en kostnad på cirka 5 euro per nordbo per år), utan kräver skilda satsningar från varje land.

Det krävs långsiktiga investeringar och här kunde regeringarna involvera Nordiska investeringsbanken och dess dotterbolag Nefco som är en framgångssaga när det gäller gröna investeringar och grön tillväxt.

För att återuppbygga tilliten mellan länderna krävs en medveten satsning på program och projekt som stärker gemenskapen. Föreningarna Norden förvaltar tre betydelsefulla program:

– Nordjobb (förmedling av säsongsarbete, bostad och fritidsprogram åt nordiska ungdomar),

– Norden i skolan (en undervisningsplattform på fem huvudspråk i Norden med syfte att stärka den skandinaviska språkförståelsen),

– Litteraturveckan (som genom högläsning lyfter fram nordisk litteratur i Norden och Baltikum).

Alla tre är finansierade av Nordiska ministerrådet. Det är en välfungerande treklöver som stimulerar mobiliteten i region, stärker språkgemenskapen och kunskapen om grannländernas kultur. Det sistnämnda programmet har Ministerrådet för kultur strukit i sitt budgetförslag för 2021.

Nordiskt samarbete behöver mera medel, inte mindre. Nordiska ministerrådets budget har minskat under de senaste decennierna i synnerhet om man jämför med tillväxten i de nordiska ländernas bnp.

Arenor för fördjupat samarbete finns. De så kallade nordiska pärlorna, de bilaterala mötesplatserna Hanaholmen (Finland), Biskops-Arnö (Sverige), Voksenåsen och Lysebu (Norge) och Schæffergården (Danmark) lämpar sig bra för ändamålet. Dessutom håller sig Nordiska ministerrådet med kulturinstitutioner i Helsingfors, Mariehamn, Reykjavik, Tórshavn och Nuuk. Föreningarna Norden täcker hela regionen med sina distrikt och lokalföreningar.

Vi behöver inte uppfinna hjulet på nytt. Utgångspunkten bör vara att vi ska bygga upp tilliten mellan de nordiska länderna och självstyrelseområdena på det vi har gemensamt och öka förståelsen för det som skiljer oss åt.

Föreningarna Nordens förbund

Hrannar Björn Arnarsson Ordförande för Föreningen Norden Island och ordförande för Föreningarna Nordens Förbund 2020 Marion Pedersen Ordförande för Föreningen Norden Danmark Åsa Torstensson Ordförande för Föreningen Norden Sverige Juhana Vartiainen Ordförande för Pohjola-Norden Rune Mørck Wergeland Ordförande för Föreningen Norden Norge Turid Christophersen Ordförande för Föreningen Norden Färöarna Majken Poulsen Englund Ordförande för Föreningen Norden Åland Jens Kristian Øvstebø Föreningarna Nordens Ungdomsförbund