Sænskunámskeið hefst 27. október

Grunnnámskeið í sænsku verður haldið á vegum Norræna félagsins og hefst miðvikudaginn 27 október. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á orðaforða og hagnýta kunnáttu.

Kennt verður á miðvikudögum kl. 17:00-18:30 og er námskeiðið alls fimm skipti. Kennslan fer fram í húsakynnum Norræna félagsins á Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík. Kennari er Adolf Hólm Petersen.

Námskeiðið er opið fyrir alla en félagsmenn Norræna félagsins greiða lægra þátttökugjald. Hægt er að ganga í Norræna félagið hér.

Félagsmenn: 12.000 ISK

Aðrir: 15.500 ISK

Skráning fer fram hér: https://forms.gle/cj93jG9uoMYa5iQL9