• Verkefni
  • Nýr verkefnisstjóri Nordjobb

    Kristín Manúelsdóttir hefur tekið við starfi verkefnisstjóra Nordjobb hjá Norræna félaginu og mun jafnframt sinna öðrum verkefnum. Hún tekur við af Stefáni Vilbergssyni sem hefur verið ráðinn verk- efnastjóri hjá Öryrkjabandalagi Íslands. Kristín hefur verið starfsmaður félagsins frá árinu 2013 og m.a. verið tómstundafulltrúi Nordjobb sl. tvö ár.