Kristín Manúelsdóttir hefur tekið við starfi verkefnisstjóra Nordjobb hjá Norræna félaginu og mun jafnframt sinna öðrum verkefnum. Hún tekur við af Stefáni Vilbergssyni sem hefur verið ráðinn verk- efnastjóri hjá Öryrkjabandalagi Íslands. Kristín hefur verið starfsmaður félagsins frá árinu 2013 og m.a. verið tómstundafulltrúi Nordjobb sl. tvö ár.