Grunnnámskeið í sænsku verður haldið á vegum Norræna félagsins í október/nóvember 2016. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á orðaforða og hagnýta kunnáttu. Námskeiðið hefst 18. oktober og lýkur 15. nóvember: kennt verður á þriðjudögum kl. 17:30-19:00 og er námskeiðið alls fimm skipti. Kennslan fer fram í húsakynnum Norræna félagsins á Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík. Kennari er […]
viðburðir
Auka – AÐALFUNDUR NORRÆNA FÉLAGSINS Í REYKJAVÍK – 24. ágúst 2016, klukkan 17:00, á Óðinsgötu.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Skýrsla stjórnar um störf og fjárhag 3. Borinn upp til samþykktar ársreikningur fyrir 2015 6. Höfuðborgarmót í Helsinki í Finnlandi 6. Önnur mál
Dagur Norðurlanda 2016
Dagur Norðurlanda 23. mars 2016 Norræna félagið og Norræna húsið bjóða til móttöku í Norræna húsinu miðvikudaginn 23. mars, kl 17:00 – 18:30 í tilefni af degi Norðurlanda. I anledning af Nordens dag inviterer Foreningen Norden og Nordens Hus til reception i Nordens Hus onsdagen den 23. marts kl 17:00 – 18:30. Bogi Ágústsson, formaður […]
Síðdegisspjall um „Landnemana“
Norræna félagið býður upp á síðdegisspjall með Kristjáni Má Unnarssyni, um tilurð og tilgang sjónvarpsþáttanna „Landnemarnir“ sem sýndir eru á Stöð 2. Spjallið fer fram í húskynnum Norræna félagsins við Óðinsgötu 7, miðvikudaginn 16. mars kl 17:00 – 18:00. Allir velkomnir!
Line Barfod í Norræna húsinu
Line Barfod, lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður Enhedslisten á Danska þjóðþinginu, heldur erindi um mansal – þrælahald nútímans, í Norræna húsinu, föstudaginn 26. febrúar, kl. 17.00. Viðburðurinn er haldinn á vegum Norræna félagsins, Norræna hússins og Vinstri grænna og mun fara fram á íslensku og dönsku. Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglufulltrúi og mannfræðingur verður kynnir fundarins. Opnað verður fyrir […]
Aðalfundur Norræna félagsins í Reykjavík
Norræna félagið í Reykjavík boðar til aðalfundar í Norræna húsinu, miðvikudaginn 25. nóvember kl. 17.00, . Fundurinn er öllum opinn og nýir félagar boðnir sérstaklega velkomnir. Dagskrá fundarins: Kosning fundarstjóra og ritara. Skýrsla stjórnar um störf og fjárhag félagsdeildarinnar. Kosning stjórnar, varastjórnar og endurskoðenda fyrir næsta starfsár, sbr. 9. gr. Kosning fulltrúa og varamanna á sambandsþing […]
Norrænar kvenímyndir
Oddný Sen kvikmyndafræðingur verður með fyrirlestur um kvenímyndir í norrænum kvikmyndum og sjónvarpsseríum fimmtudaginn 19. nóvember kl. 17.00, í húsakynnum Norræna félagsins í Reykjavík við Óðinsgötu. Hún mun fjalla um þær breytingar sem sést hafa á birtingarmyndum kvenna í kvikmyndalist á Norðurlöndum og víðar, sem og sýna um þær dæmi. Einnig mun hún velta vöngum yfir […]
Fundur fólksins í Norræna húsinu 11. – 13. júní 2015
Norræna félagið í Reykjavík og Norðurlönd í fókus verða með dagskrá í Norræna tjaldinu á Fundi fólksins, 11.-13. júní við Norræna húsið. Kíkið í spjall um norrænt samstarf, fáið upplýsingar og njótið veglegrar dagskrár alla fundardagana! DAGSKRÁ Í NORRÆNA TJALDINU Á FUNDI FÓLKSINS Fimmtudagur 11. júní frá kl. 12-22 – kl. 15:00 Daglegt líf án […]